Mikil fjölgun á nýskráningum erlendra ríkisborgara Alls fæddust 1.105 börn á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi ársins. 109 íslensk börn fæddust erlendis og eru nýskráðir erlendir ríkisborgarar 2.567 talsins. 1.6.2022 14:49
Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri. 1.6.2022 14:10
Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni. 1.6.2022 12:19
Kaupandinn gat ekki staðið við tilboð sitt Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt. 1.6.2022 10:48
Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni. 1.6.2022 09:52
Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra. 31.5.2022 23:51
Billie Eilish og kærastinn hætt saman Söngkonan Billie Eilish og kærasti hennar, leikarinn Matthew Tylor Vorce, eru hætt saman. Vorce greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni. 31.5.2022 21:39
Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram. 31.5.2022 20:52
Meirihluti myndaður í Norðurþingi Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. 31.5.2022 18:40
„Draugagangur“ varð til þess að Guðni Th. birtist á sjónvarpsskjáum Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, voru báðar merktar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þegar þær voru í ræðustól í umræðum á Alþingi í dag. 31.5.2022 18:13