Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Langar biðraðir á flugvöllum um alla Evrópu

Ferðasumarið er hafið og langar biðraðir hafa myndast á flugvöllum um alla Evrópu. Kerfisbilanir og skortur á starfsfólki spila inn í það, ásamt mikilli aukningu á ferðamönnum eftir tvö sumur í röð með heimsfaraldri.

Minnir á að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða eru lægst í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson, starfandi borgarstjóri, segir að fasteignagjöld íbúðarhúsnæða í Reykjavík séu þau lægstu á Íslandi. Álagning skatta verður ekki ákveðin fyrr en í haust við gerð fjárhagsáætlunar og því ekki ákveðin við myndun meirihluta í borginni.

Kaupandinn gat ekki staðið við til­boð sitt

Ríkiskaup hafa fallið frá sölu á varðskipunum Tý og Ægi. Búið var að ganga frá sölunni en samkvæmt lögfræðingi hjá Ríkiskaupum gat kaupandinn ekki staðið við tilboð sitt.

Tveir einstaklingar höfða mál gegn Derek Chauvin

Tveir svartir einstaklingar hafa höfðað mál gegn Derek Chauvin, lögregluþjóninum fyrrverandi sem myrti George Floyd í Minneapolis í maí árið 2020, og Minneapolis-borg. Chauvin er gefið að sök að hafa kropið á hálsi þeirra, líkt og hann gerði við Floyd, þegar hann var lögregluþjónn í borginni.

Banna Elvisum í Las Vegas að gefa fólk saman

Fyrirtækið sem á ímyndarréttinn af söngvaranum Elvis Presley hefur sent kapellum í Las Vegas bréf þess efnis að þær eigi að hætta að láta Elvis-eftirhermur halda hjónavígslur. Um hundrað þúsund hjónavígslur fara fram í borginni ár hvert og kemur Elvis við sögu í fjölda þeirra.

Billie Eilish og kærastinn hætt saman

Söngkonan Billie Eilish og kærasti hennar, leikarinn Matthew Tylor Vorce, eru hætt saman. Vorce greinir sjálfur frá þessu á Instagram-síðu sinni.

Taylor Mac og Úkúlellurnar opna Listahátíð í Reykjavík

Sviðslistamaðurinn Taylor Mac mun spila á opnunarsýningu Listahátíðar í Reykjavík sem fer fram á morgun. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar telur að þakið muni rifna af Þjóðleikhúsinu þar sem sýningin fer fram.

Meirihluti myndaður í Norðurþingi

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn undirrituðu í dag málefnasamning um meirihlutasamstarf flokkanna í Norðurþingi. Flokkarnir hlutu samtals fimm fulltrúa af níu í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum.

Sjá meira