Hætta með safnskóla fyrir grindvísk börn Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar hefur samþykkt að leggja af safnskóla fyrir leik- og grunnskólabörn bæjarins. Á næsta skólaári munu öll börn sækja skóla sem næst sínu heimili og þurfa foreldrar og forráðamenn að sækja þar um skólavist. 17.4.2024 16:39
Nýr safnstjóri Listasafnsins á Akureyri Sigríður Örvarsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Listasafnins á Akureyri. Fjórtán sóttu um starfið en Sigríður tekur við af Hlyni Hallssyni. 17.4.2024 16:16
Hæsta vindmylla heims á landi reist í Danmörku Síðustu skref við uppsetningu hæstu vindmyllu heims sem staðsett er á landi verða tekin í dag við höfnina í Thyborøn á Jótlandi í Danmörku í dag. Vindmyllan er tæpum hundrað metrum hærri en hæst punktur landsins. 17.4.2024 15:38
Húsfélag ekki skaðabótaábyrgt vegna myglu í séreign Kærunefnd húsamála metur sem svo að húsfélag sé ekki skaðabótaábyrgt vegna tjóns í íbúð manns í fjölbýlishúsi. Forsvarsmenn húsfélagsins hafi ekki vanrækt skyldur sínar gagnvart eigendum í húsinu. 17.4.2024 15:06
Boðflennusæfíll hrellir Kanadamenn Rúmlega tvöhundruð kílóa sæfíllinn Emerson hefur verið yfirvöldum í Bresku-Kólumbíu í Kanada til mikils ama síðastliðið ár. Þrátt fyrir að hafa keyrt með Emerson tugi kílómetra frá allri byggð þá tekst honum alltaf að snúa aftur. 17.4.2024 13:41
Fleiri gifta sig hjá sýslumanni en í kirkju Árið 2023 stofnuðu 2.095 manns til hjúskapar hjá sýslumanni en 1.650 manns hjá Þjóðkirkjunni. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem fleiri ganga í hjónaband þar en í kirkjunni. 17.4.2024 10:58
Landlæknir rannsaki ummæli formanns Geðlæknafélagsins ADHD-samtökin segja að bregðist Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ekki við mikilli lengingu biðlista fullorðna eftir ADHD-greiningu geti biðtími fólks farið vel á annan áratug. Um fjögur þúsund einstaklingar bíði nú eftir greiningu. Einnig er óskað eftir því að landlæknir rannsaki fullyrðingar formanns Geðlæknafélags Íslands. 17.4.2024 10:37
Á leið með skipið til Húsavíkur Varðskipið Freyja er á leið til Húsavíkur með hollenska flutningaskipið Traville í togi en skipið varð vélarvana fjórar sjómílur frá Rifstanga rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. 16.4.2024 16:55
Systkinin í Celebs frumfluttu lag Barnamenningarhátíðar Suðureyrska systkinahljómsveitin Celebs frumfluttu lag sitt Spyrja eftir þér í Hlíðskóla í dag við mikla kátínu gesta. Texti lagsins er byggður á svörum barna í verkefni um lýðræði. 16.4.2024 16:17
Segja stunguárásina vera hryðjuverk Lögreglan í Sydney, stærstu borgar Ástralíu, segir stunguárásina í Christ The Good Shepherd-kirkjunni í gær hafa verið hryðjuverk. Fjórir slösuðust í árásinni sem beint var að presti kirkjunnar. 16.4.2024 14:11