Innlent

Ráð­herra bregst við at­huga­semdum, leikur ársins og ó­dýrt græn­meti

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Fjármálaráð gerir margvíslegar athugasemdir í umsögn sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem nú er í meðförum Alþingis. Rætt verður við fjármálaráðherra í hádegisfréttum Bylgjunnar, en hann tekur undir með fjármálaráði að það sé óheppilegt að fjármálastefna og fjármálaáætlun séu samtímis til umfjöllunar á Alþingi.

Stjórnvöld í Úkraínu og Bandaríkjunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um frágang á samkomulagi um efnahagslega samvinnu og stofnun fjárfestingarsjóðs til að fjármagna enduruppbyggingu í Úkraínu. Á sama tíma og viljayfirlýsing hefur verið undirrituð segir Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hins vegar koma til greina að Bandaríkin hætti aðkomu sinni að friðarviðræðum milli Rússlands og Úkraínu ef vinnunni miði ekki áfram á næstu dögum.

Við fjöllum um að Rafmennt, fræðslusetur rafiðnaðarins, hafi tryggt sér allar eignir þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og nemendur skólans munu geta klárað önnina þar. Rektor Kvikmyndaskólans er vongóð með framhaldið, en enn er óvíst hvað gerist í haust.

Svo tökum við stöðuna á náttúruvársérfræðingi varðandi stöðuna á Reykjanesinu, fjöllum um garðyrkjubændur í ylrækt og förum yfir mögulega leik ársins sem fór fram í gærkvöldi, þegar Manchester United lagði Lyon í rosalegum leik í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×