Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 19. apríl 2025 20:02 Theódóra S. Þorsteinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Vísir/Stefán Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir miklar hækkanir á gjaldskrá vegna sumarnámskeiða bæjarins vera fráleitar. Það sé dapurlegt að ungmennaráð fái ekki að ræða hækkanirnar. Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra. Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Í fyrra greiddu foreldrar í Kópavogi rúmar tólf þúsund krónur fyrir heils dags námskeið sé miðað við fimm daga í viku. Gjaldið hækkar nú í 18.500 krónur, tæplega 53 prósent hækkun. Fyrir námskeið á smíðavelli fer gjaldið úr 9.500 og í 19.500. 105 prósent hækkun. Vildu ekki vísa til ungmennaráðs Minnihlutinn gagnrýndi þessa hækkun á fundi bæjarráðs og vildi vísa því til umsagnar í ungmennaráði. Því hafnaði meirihlutinn og vísaði til þess að gjaldskrárbreytingar séu almennt ekki teknar til umræðu hjá nefndum sem snúa að tilteknum hópum. „Það er auðvitað mjög sorglegt því Kópavogsbær er búinn að hafa mikið fyrir því að innleiða þetta verkefni, sem er að vera barnvænt samfélag. Partur af því er að ungt fólk í Kópavogi eigi að hafa áhrif á sín eigin mál. Það er hlutverk ungmennaráðs að fjalla um sín eigin mál þannig við vildum fá sjónarmið þeirra á þessar gjaldskrár hækkanir. Þetta er bara dapurlegt að þau hafni því,“ segir Theódóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Meirihlutinn segir í sinni bókun hækkunina koma meðal annars til þar sem námskeið samkeppnisaðila, íþróttafélaga og kirkjunnar, séu dýrari. Minnihlutinn telur þetta þó vera vegna nýrra kjarasamninga kennara. „Kópavogsbær hefur boðið upp á þetta í gegnum tíðina, sumarnámskeið á góðu verði, og á ekki að vera í samkeppni við neinn. Þetta er bara mikilvæg grunnþjónusta. Og það sem meirihlutanum hefur verið tíðrætt um í tengslum við þessar hagræðingaaðgerðir, er að þetta eigi ekki að bitna á grunnþjónustunni. En þetta gerir það. Það er mjög óvenjulegt að vera að hækka þetta um tugi prósenta,“ segir Theódóra. Fátækir foreldrar í klandri Hækkanirnar geti orðið til þess að börn með foreldra í viðkvæmri stöðu komist ekki á sumarnámskeið. „Það er bara nóg um álög á barnafjölskyldur í Kópavogi í dag. Sama hvort það er almennar hækkanir á húsnæðislánum, matarkörfunni og leikskólagjöldum, þá þarf ekki að bæta þessu við,“ segir Theódóra.
Kópavogur Sveitarstjórnarmál Frístund barna Börn og uppeldi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira