„Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 19:09 Ráðist var á son Estherar Einarsdóttur í gær. Vísir/Sigurjón Móðir drengs sem var ráðist á við Breiðholtsskóla í gær segist aldrei hafa séð jafn mikinn ótta í augum neins og sonar síns. Skólinn og borgin bregðist lítið sem ekkert við grafalvarlegu ástandi. Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther. Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Síðustu vikur hefur mikið verið fjallað um gríðarlega alvarlegt ástand í Breiðholtsskóla. Hópur drengja í sjöunda bekk og fleiri úr öðrum skólum haldi öllu hverfinu í heljargreipum. Börn hafa ekki þorað að mæta í skólann og ofbeldi virðist daglegt brauð. Í gær hittust ráðalausir foreldrar barna við skólann og funduðu um stöðuna. Á meðan réðst hluti þessa hóps á dreng í árganginum. Drengurinn var nýbúinn að fá nýtt hjólabretti og ákvað í fyrsta sinn í langan tíma að fara einn út að leika á leikvelli við Breiðholtsskóla. Þar réðust drengirnir fimm á hann. „Þeir tækla hann niður í jörðina, sparka ítrekað í höfuðið á honum og í líkamann. Hann náði einhvern veginn að komast undan og kom sér heim,“ segir Esther. Hún segir son sinn hafa brotnað niður við heimkomuna. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ segir Esther. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur hennar lendir í sama hóp. Hún segir skólayfirvöld og borgina bregðast takmarkað við ástandinu. „Þau eru ekki að hlusta. Það hefði verið hægt að grípa inn í svo löngu löngu fyrr. En það er ekki enn búið að grípa inn í,“ segir Esther. Gerendurnir sleppi oftast með skrekkinn. „Það er svo sem ekki mikið brugðist við. En ég veit af einu dæmi þar sem var mikið ofbeldi á skólatíma. Gerandanum var vikið úr skóla í einn dag,“ segir Esther.
Reykjavík Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi barna Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira