Þrjú banaslys á fjórum dögum Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2025 19:01 Fjögur banaslys hafa orðið í umferðinni á sautján dögum, þar af þrjú á síðustu fjórum dögum. Vísir/Vilhelm Þrír hafa látið lífið í umferðarslysum á síðustu fjórum dögum, þar á meðal barn á öðru aldursári. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir aðdraganda banaslyss sem varð í Berufirði í dag enn til rannsóknar. Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur. Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira
Fyrsta banaslys ársins í umferðinni varð þann 20. febrúar síðastliðinn þegar ökumaður steypubíls lést í slysi á Þingvallavegi við Álftavatn. Á fimmtudag, tveimur vikum síðar, varð alvarlegt slys við gatnamót Bröttubrekku og þjóðvegar eitt. Þar skullu rúta og jepplingur saman og lést barn á öðru aldursári sem var um borð í jepplingnum. Fjögur banaslys hafa orðið á rúmum tveimur og hálfri viku. Vísir/Sara Í gær varð svo annað alvarlegt slys við Flúðir. Tveir bílar skullu saman og lést þar einn maður, búsettur í Hrunamannahrepp. Upp úr hádegi í dag lentu tveir bílar saman á hringveginum milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur, skammt frá bænum Krossi. Fjórir voru um borð í bílunum. Þrír þeirra voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á Landspítalann og sá fjórði var úrskurðaður látinn á vettvangi. „Það virðist vera að tvö ökutæki koma úr gagnstæðum áttum og rekast saman með þessum afleiðingum. Allt tiltækt lið kallað til frá öllu Austurlandi,“ segir Hjalti Bergmar Axelsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Austurlandi. Í öðrum bílnum voru tveir ferðamenn og í hinum tveir Íslendingar. Aðstæður á vettvangi voru góðar, bjart og vegurinn var þurr. „Vegurinn er enn þá lokaður og verður lokaður fram á kvöld á meðan rannsókn á vettvangi fer fram. Þó að björgunaraðgerðum sé lokið er vettvangsrannsóknin eftir og er í gangi,“ segir Hjalti. Fréttastofa hefur engar upplýsingar um hvernig aðdragandi hinna slysanna þriggja var, eða hvernig aðstæður voru á vettvangi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir þennan árstíma þó geta verið hættulegan í umferðinni. Ökumenn eigi það til að vanmeta aðstæður í björtu vetrarveðri. „Það er líka oft launhált á þessum árstíma. Sólbráðin sem oft er á malbiki frýs að næturlagi og svo er bara bráðnun á snjó og klaka og vegum svolítið ójöfn. Stundum eru hálkublettir, til dæmis þar sem sólin nær ekki að skína á veginn,“ segir Haraldur. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur.Vísir/Lýður Ökumenn þurfi að fara varlega. „Það er kannski einmitt við þessar aðstæður sem er mikilvægt að passa sig vel,“ segir Haraldur.
Samgöngur Samgönguslys Veður Umferðaröryggi Lögreglumál Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Múlaþing Borgarbyggð Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Sjá meira