Búast við svipaðri kvikusöfnun og fyrir síðasta gos í lok mánaðar Landris á Svartsengissvæðinu heldur áfram og kvika heldur áfram að safnast þar undir. Hraði landrissins er svipaður og því sem gerst hefur fyrir síðustu eldgos á svæðinu og búist er við því að kvika nái svipaðri stöðu og fyrir síðasta eldgos í lok febrúar eða í byrjun mars. 15.2.2024 14:16
Íbúar á Eyrinni haldi sig innandyra vegna efnaleka Íbúar á Eyrinni á Akureyri, sunnan við Furuvelli, eru beðnir um að halda sig innandyra og hafa glugga lokaða vegna efnaleka sem varð á Furuvöllum fyrr í dag. 15.2.2024 13:49
Fjögur hundruð þúsund íbúar á Íslandi, en samt ekki Samkvæmt skráningu Þjóðskrár eru fjögur hundruð þúsund íbúar með skráð lögheimili á Íslandi. Að mati fjármálaráðuneytisins erum við þá hvergi nærri þeirri tölu, heldur er hún ofmetin upp á sirka fjórtán þúsund manns. 15.2.2024 12:39
Verðbólga haldi áfram að hjaðna Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga hjaðni úr 6,7 prósent í 6,1 prósent í febrúar. Þrátt fyrir það hækki vísitala neysluverðs um 0,89 prósent en veruleg hækkun febrúar á síðasta ári, 1,4 prósent, veldur því að ársverðbólgan lækkar. 15.2.2024 11:35
Mikill meirihluti áhrifavalda merkir auglýsingar sjaldan Einungis einn af hverjum fimm áhrifavöldum merkir reglulega auglýsingar á samfélagsmiðlum sínum sem slíkar. 26 íslenskir áhrifavaldar voru til skoðunar. 15.2.2024 11:00
Sveitarfélögin gætu sameinast í sumar Við vinnu að sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar er gert ráð fyrir að sameiningin geti tekið gildi þann 1. júní næstkomandi, svo lengi sem hún sé samþykkt í íbúakosningu. Verkefnahópur hefur síðustu vikur skoðað mögulega sameiningu. 15.2.2024 10:21
Fær sínu framgengt í stóra aparólumálinu á Ísafirði Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt fram ný hönnunargögn vegna leikvallar á Eyrartúni. Í nýjum drögum er umdeild aparóla fjær íbúðarhúsum, þvert gegn afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sveitarfélagsins. Íbúi við hliðina á túninu hafði kært málið til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 14.2.2024 15:30
Eftirlitsmönnum MAST hótað af starfsmönnum matvælafyrirtækis Matvælastofnun (MAST) hefur kært hótun gagnvart eftirlitsmönnum stofnunarinnar til lögreglu. 14.2.2024 14:34
Gjaldþrot Cyren upp á 238 milljónir Lýstar kröfur í þrotabú netöryggisfyrirtækisins Cyren námu 238,5 milljónum króna auk dráttar vaxta. Tæpar tólf milljónir fengust greiddar upp í forgangskröfur eða um 5,2 prósent. Rekstur félagsins gekk að sögn yfirmanns afar vel en þrot erlends móðurfélags olli gjaldþrotinu. 14.2.2024 13:49
Land rís aðeins hraðar en fyrir gos Land heldur áfram að rísa við Svartsengi á Reykjanesi. Að sögn Benedikts Ófeigssonar, fagstjóra aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni, hafa verið litlar breytingar á landrisinu síðustu daga, en nú gæti farið að hægjast á því. 14.2.2024 13:26