Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2025 12:07 Slökkviliðsmenn að störfum sumarið 2023. Vísir/Vilhelm Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir