Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 10. janúar 2025 19:09 Vísir/Samsett Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“ Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Borgarstjóri segir málið snúast um 1400 tré á svokölluðum hindranafríum aðflugsfleti við aðra flugbraut vallarins sem Samgöngustofa fari fram á að verði felld. Hann segir mikið áhyggjuefni að starfsemi vallarins verði skert en að hann hafi ekki fengið neinn rökstuðning fyrir því að það bæti flugöryggi að skera ljótt skarð í Öskjuhlíðina. Isavia barst erindi frá Samgöngustofu í gær þar sem fram kemur að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Ekkert formlegt erindi borist Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir þetta koma sér á óvart. „Ég hef ekki fengið neitt formlegt erindi um að fella þessi tré. Við höfum fellt öll þau tré sem fara upp í þennan lögbundna hindrunarflöt sem alþjóðaflugreglur kveða á að sé án hindrana. Við felldum síðast 45 tré í september,“ segir hann. Það hafi þó byggt á gömlum mælingum þannig að óskað var eftir nýjum hæðarmælingum á trjánum. „Þá kom í ljós að það þarf að fella nokkur tré í viðbót og við erum tilbúin að gera það undir eins,“ segir Einar. „En þeirra krafa er að fella 1400 tré sem myndi rjúfa mjög ljótt skarð í þetta fallega græna svæði. Við þurfum að tryggja að ef menn taka þannig ákvarðanir að þær séu þá undirbyggðar rétt. Þetta er stór ákvörðun og við verðum að standa rétt að málum,“ segir hann. Óvæntur æðibunugangur Hvers vegna 1.400? „Fyrst fór Isavia fram á að 3.000 tré yrðu felld. Við vildum vita á hverju það var byggt. Þá voru gerðar þessar mælingar og þá kemur í ljós frá Samgöngustofu að það eru 1.400 tré. Þá er verið að gera svona renning upp eftir Öskjuhlíðinni þar sem engin tré eru. Við höfum ekki fengið neinn rökstuðning á hvernig það tryggir meira flugöryggi af því að hingað til hefur þessi flughindrunarflötur verið talinn nóg,“ segir Einar. „Aðallega finnst mér æðibunugangurinn í þessari stjórnsýslu koma á óvart. Að tilkynna um það að flugbraut verði lokað og okkur hefur ekki gefist tækifæri til að eiga við þau samtal um þetta mál. Ég hef áhyggjur af rekstraröryggi flugvallarins en svo hljótum við að geta leyst úr þessu með þessi tré, sér í lagi þegar borgin hefur sýnt svona mikinn samstarfsvilja.“
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Tré Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira