Þriðjungur ferðast ekki innanlands Þriðjungur Íslendinga ferðaðist ekki innanlands í sumar. Hafa ekki færri ferðast innanlands í að minnsta kosti sautján ár. Því tekjuhærra sem fólk er, því líklegra er að það ferðist innanlands. 25.9.2023 11:21
Víkingur Heiðar fær fimm stjörnur frá The Guardian Píanóleikarinn Víkingur Heiðar Ólafsson fær fimm stjörnur frá gagnrýnanda The Guardian fyrir flutning sinn á Goldberg Variations eftir Johann Sebastian Bach. Hlaut Víkingur lófatak sem einungis rokkstjörnur fá segir gagnrýnandinn. 25.9.2023 11:05
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25.9.2023 10:33
Vantar einhvern til að halda lífi í líkhúsinu Yfirvöld í Snæfellsbæ munu ekki ráðast í endurbætur á líkhúsi sveitarfélagsins fyrr en einhver finnst sem vill sjá um þjónustuna. Skorað hefur verið á sveitarfélagið að breyta afstöðu sinni. 23.9.2023 08:00
„Geta notað gryfjuna við Árbæjarkirkju, hent okkur ofan í og mokað yfir“ Eldri borgarar í Árbænum eru uggandi yfir orðrómi um hugsanlega lokun félagsmiðstöðvar þeirra. Borgarfulltrúi minnihlutans segir fráleitt eigi þetta við rök að styðjast og kallar eftir betri upplýsingagjöf frá velferðarsviði. 22.9.2023 20:01
„Það er bara ítrekað eitthvað að klikka hjá þeim“ Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 22.9.2023 16:10
Einn alræmdasti veiðiþjófur heims í fangelsi Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum. 22.9.2023 13:14
Hrund hættir og Þóranna tekur við Þóranna Jónsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem forstjóri Veritas. Hrund Rudolfsdóttir, sem hefur verið forstjóri síðastliðin tíu ár, hefur samið um starfslok sín. 22.9.2023 11:08
Michael Caine „eiginlega“ sestur í helgan stein Breski stórleikarinn Michael Caine kveðst vera „eiginlega“ sestur í helgan stein. Heilsu leikarans fer versnandi og á hann erfitt með gang. 22.9.2023 10:31
Fleiri og fleiri ungmenni sem koma og fá hjálp Afmælisveisla Bergsins Headspace fór fram í gær með pomp og prakt. Yfir þrjú hundruð ungmenni mættu til að fagna tímamótunum. Fagnar Bergið fimm ára afmæli. 22.9.2023 08:56