Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 22:06 Sigurður Lárus Fossberg (t.v.) og Ingvar Georg Georgsson hafa séð um Slökkviliðsminjasafn Íslands síðastliðin tíu ár. Vísir/Einar Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar
Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira