Íbúar Reykjaness geti gert ráð fyrir stærri skjálftum næstu árin Jarðskjálfti sem varð seint í gærkvöldi á Reykjanesskaga var sá stærsti á svæðinu frá goslokum. Náttúruvársérfræðingur segir íbúa svæðisins geta gert ráð fyrir stærri skjálftum inn á milli næstu árin. 20.8.2023 11:18
Unnu hildarleik hljómsveitanna fimmta árið í röð Menningarnótt, afmælishátíð Reykjavíkurborgar, fer fram í dag og gátu gestir og gangandi sótt hina ýmsu viðburði í miðbænum. 19.8.2023 21:00
Fjöldi manna sem vilji níðast á viðkvæmum konum leynist á Íslandi Talskona Stígamóta segir þolendur mansals sem sendir eru á götur Íslands vera verulega útsetta fyrir ofbeldi. Hér á Íslandi leynist fjöldi fólks sem vilji níðast á konunum. 19.8.2023 19:13
Skuldir fljótar að safnast upp ef nokkrir mánuðir fara í ranga átt Formaður fræðslu- og lýðheilsuráðs Akureyrarbæjar segir fimleikafélag bæjarins þurfa að sameinast öðru íþróttafélagi svo laga megi reksturinn. Bærinn mun sjá til þess að fimleikastarfið hefjist aftur í haust, sama hvað, en félagið skuldar um tuttugu milljónir. 19.8.2023 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Heimilislausar konur á flótta hafa leitað í Konukot í vikunni en ekki getað fengið þar inn. Forstöðukona segir húsið þétt setið og ástandið oft erfitt. Hún segir skjólstæðinga þeirra sakna þess mjög að hafa aðgang að neyslurými. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12. 19.8.2023 11:47
Borgarbúar hætti að taka myndir af sorphirðumönnum Fjöldi ástæðna skýra það að ruslatunnur hafa víða orðið yfirfullar síðustu vikur. Skrifstofustjóri hjá borginni segir það óþægilegt fyrir sorphirðumenn þegar borgarbúar taka myndir af þeim og myndbönd við störf sín. 18.8.2023 22:01
ASÍ hættir einnig í viðskiptum við Íslandsbanka Alþýðusamband Íslands hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka, líkt og VR hefur einnig gert. Formaður VR segir bankann ekki hafa tekið nægilega á brotum lykilmanna við sölu á hlut ríkisins í bankanum. 18.8.2023 18:31
„Karlmenn eru töluvert betri í skák“ Forseti Skáksambands Íslands segist ekki sammála ákvörðun Alþjóðaskáksambandsins um að banna trans konum að keppa í kvennaflokki á mótum á vegum sambandsins. Hann segir alþjóðasambandið óttast vandamál sem aldrei hefur komið upp. Þá sé keppt í kvennaflokki þar sem karlar séu betri í skák. 18.8.2023 11:14
VR hættir viðskiptum við Íslandsbanka Stjórn stéttarfélagsins VR hefur ákveðið að hætta viðskiptum við Íslandsbanka vegna brota bankans við sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í sjálfum sér. Eru viðbrögð bankans og forsvarsmanna hans ófullnægjandi að mati stéttarfélagsins. 18.8.2023 09:50
Forhúðaraðgerðin skilaði mikilli aukningu í lífsgæðum Þrítugur karlmaður sem beið í sextán ár með að fara í aðgerð vegna of þröngrar forhúðar, segir aðgerðina hafa skilað honum mikilli aukningu í lífsgæðum. Hann hvetur alla sem gruna sig glíma við vandamálið að kíkja til læknis. 15.8.2023 21:35