Undir áhrifum slævandi lyfja þegar bíllinn fór fram af bryggjunni Bjarki Sigurðsson skrifar 16. apríl 2024 11:03 Frá slysstað í apríl árið 2023. Karlmaður um áttrætt var undir áhrifum slævandi lyfja og með bráða kransæðastíflu þegar bifreið sem hann sat í rann fram af bryggjunni í Vestmannaeyjum í apríl árið 2023. Ökuhæfi mannsins var skert sökum langvarandi heilsubrests. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni. Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Atvikið átti sér stað þann 11. apríl árið 2023. Maðurinn ók þá Peugot Partner-bíl sínum eftir Tangagötu við hafnarsvæðið í Vestmannaeyjum og inn á Nausthamarsbryggju til vesturs. Þar var bifreiðinni lagt með framendann til norðurs að bryggjukantinum, rúma sjötíu metra frá enda bryggjunnar. Á myndskeiðum úr öryggismyndavélum á svæðinu má sjá að á meðan bifreiðinni var lagt við bryggjukantinn voru hemlaljós hennar tendruð. „Myndskeiðin sýna einnig að bifreiðin var kyrrstæð við bryggjukantinn í tæpar 50 sekúndur en var síðan ekið yfir bryggjukantinn og hafnaði hún í sjónum. Framendi bifreiðarinnar fór á kaf en farþegarými hennar stóð að mestu upp úr sjónum til að byrja með. Bifreiðin var á floti í um 2 mínútur og 45 sekúndur,“ segir í skýrslunni. Hemlaljósin af og á Einni sekúndu áður en bifreiðinni var ekið af stað fóru hemlaljósin af, komu aftur á og fóru aftur af þegar bifreiðin fór af stað og yfir bryggjukantinn. „Í nokkur skipti á meðan bifreiðin var í sjónum tendruðust hemlaljós bifreiðarinnar eins og stigið væri á og af hemlafetli hennar. Hemlaljósin birtust í skamma stund um 24 sekúndum áður en bifreiðin fór alveg á kaf,“ segir í skýrslunni. Kanturinn sem bifreiðinni var ekið yfir.RNSA Áhöfn fiskveiðibáts fyrst á staðinn Fiskveiðibát var siglt fram hjá bifreiðinni á meðan hún var kyrrstæð á bryggjunni en skömmu síðar heyrði áhöfnin smell og þá sáu þeir bifreiðina í sjónum. Bátnum var snúið við og siglt upp að bifreiðinni. „Vitni í bátnum kvaðst hafa séð aðila vera kominn aftur í bifreiðina að opnanlegum afturhlera hennar, skömmu áður en bifreiðin sökk og að hann hafi verið að reyna að komast þar út,“ segir í skýrslunni. Eftir þetta var allt viðbragðslið í Vestmannaeyjum ræst út og kafari sendur niður. Það gekk greiðlega að ná manninum upp en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur og maðurinn úrskurðaður látinn. Kort af bryggjunni.RNSA Tók stóran skammt svefnlyfja Við rannsókn málsins kom í ljós að maðurinn átti við alvarlega sjúkdóma að stríða. Krufning leiddi í ljós bráða kransæðastíflu og einnig merki drukknunar. „Niðurstaða áfengisrannsóknar á ökumanni bifreiðanna var neikvæð. Niðurstöður á lyfjamælingu leiddu í ljós svefnlyf í of háum skammti og auk þess önnur svefnlyf í samræmi við ávísun. Gera má ráð fyrir að ökumaður hafi verið undir slævandi áhrifum af blöndu svefnlyfja við andlátið,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt að meta andlegt og líkamlegt heilbrigði Í tillögukafla skýrslunnar eru ítrekaðar tillögur nefndarinnar frá árinu 2020 til Samgöngustofu um að innleiða nýjar reglur um hvernig meta skuli hvort umsækjendur um ökuskírteini fullnægi viðauka um andlegt og líkamlegt heilbrigði. Mikilvægt sé að slíkar reglur séu settar. Því er beint að innviðaráðuneytinu að styðja Samgöngustofu við þróun og innleiðingu á nýju eyðublaði um læknisvottorð sem snýr að mati á því hvort umsækjendur uppfylli þennan sama viðauka. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa bendir á að mikilvægt er að ökumenn hætti akstri ef þeir eiga við veikindi að stríða sem skerða ökuhæfni eða nota lyf sem skerða ökuhæfni. Veikindi og lyfjanotkun geta haft neikvæð áhrif á hæfni einstaklinga til að stjórna ökutæki örugglega. Sum lyfseðilsskyld lyf hafa slævandi áhrif sem gerir það varasamt að stjórna ökutæki. Mikilvægt er að læknar upplýsi sjúklinga sína um áhrif slævandi og róandi lyfja á viðbragðsflýti og einbeitingu,“ segir í skýrslunni.
Vestmannaeyjar Samgönguslys Tengdar fréttir Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Nafn mannsins sem lést í Vestmannaeyjum Maðurinn sem lést í höfninni í Vestmannaeyjum í vikunni hét Ólafur Már Sigmundsson. Hann fæddist árið 1942. 14. apríl 2023 16:21