Lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga manninum sem lést Eldsvoði um borð í netabátnum Grímsnesi GK555 kviknaði út frá vettlingaþurrkara í stakkageymslu bátsins. Einn lést í brunanum en einn bátsverja lagði líf sitt í hættu við að reyna að bjarga honum en tókst ekki að komast til hans. 16.1.2024 13:36
Þingmaður segir af sér eftir búðarhnupl Golriz Ghahraman, þingmaður Græningjaflokksins í Nýja-Sjálandi, hefur sagt af sér eftir að hún var sökuð um að stela klæðnaði úr í það minnsta tveimur tískuverslunum. Hún segir stress tengt starfi hennar hafa orðið til þess að hún fór að hnupla. 16.1.2024 13:07
„Það eru þarna götur og svæði sem ekki verða byggð upp aftur“ Ríkisstjórnin fundaði með bæjarstjórn og bæjarstjóra Grindavíkur að loknum reglulegum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þar verður rætt vítt og breytt um málefni bæjarins vegna jarðhræringanna sem undanfarna mánuði. 16.1.2024 12:01
Þrír fluttir á slysadeild eftir alvarlegt bílslys í Hvalfjarðarsveit Gatnamótum Hvalfjarðarvegar og Hringvegar hefur verið lokað eftir að umferðarslys. Um er að ræða nyrðri gatnamót veganna, nær Akranesi. Tveir bílar lentu þar í árekstri. 16.1.2024 10:38
Setti Pamelu á forsíðu Stúdentablaðsins og gerði boli fyrir afmæli í Keiluhöllinni Magnea Hrönn Örvarsdóttir var viðfangsefni fyrsta þáttar heimildaþáttaraðarinnar Fólk eins og við sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Magnea lést áður en tökur á hennar þætti kláruðust. 15.1.2024 17:31
Einn fluttur á slysadeild eftir bílveltu á Álftanesi Einn var fluttur á slysadeild eftir að bíll valt á vegi nálægt Hliðsnesi á Álftanesi. 15.1.2024 16:48
Hátíðniórói bendi til loka hlaups í Grímsvötnum Vatnshæð í Gígjukvísl hefur verið stöðug frá því í nótt sem bendir til þess að rennsli ánni sé í hámarki. Aukinn hátíðniórói bendir til þess að hlaupinu sé að ljúka. 15.1.2024 15:57
Trump talinn langvinsælastur í Iowa Fyrstu skref Repúblikanaflokksins í átt að forsetakosningunum í haust verða gengin í dag. Meðlimir flokksins í Iowa-ríki velja þá hvaða frambjóðanda þeir vilja sjá sem fulltrúa þeirra í haust. 15.1.2024 13:46
158 milljón króna gjaldþrot félags Ásgeirs Kolbeins Lýstar kröfur í þrotabú félagsins Soho Veitingar ehf. námu 158 milljónum króna. Félagið var í meirihlutaeigu hjónanna Sólveigar Birnu Gísladóttur og Einars Jóhannesar Lárussonar en athafnamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson átti tuttugu prósenta hlut í því. Félagið sá um rekstur veitingastaðarins Pünk á Hverfisgötu en Ásgeir var um tíma framkvæmdastjóri staðarins. 15.1.2024 12:58
Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. 15.1.2024 04:17