Íslendingar geta leyst sakamál í göngutúrnum Nýtt íslenskt smáforrit leyfir Íslendingum að setja sig í fótspor rannsóknarlögreglumanna um land allt. Hver saga gerist á mismunandi stað en gerast einnig nokkrar sögur erlendis. 1.8.2023 21:14
„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“ Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 1.8.2023 11:54
Bæði ríki græði á umdeildri Norðurljósarannsóknarmiðstöð Sendiherra Kína á Íslandi segir samstarf kína og Íslands á sviði jarðhita hafa borgað sig stórkostlega fyrir bæði lönd. Þá segir hann rannsóknarmiðstöð Norðurljósa sem reist var í Þingeyjarsýslu skila árangri til Íslendinga sem Kínverja. 31.7.2023 23:30
„Þetta verður algjör umbylting fyrir bæinn“ Stórum áfanga nýrrar viðbyggingar við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði lauk í dag. Um sex milljarða króna verkefni er að ræða og eru áætluð verklok eftir tvö og hálft ár. 31.7.2023 19:18
Hleðslustöðvaskortur Sauðkrækinga leystur fyrir landsmót Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Sauðárkróki um helgina. Framkvæmdastjóri mótsins gerir ráð fyrir því að fólksfjöldi bæjarins þrefaldist yfir helgina sem reynir á ýmsa innviði, svo sem hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla. 31.7.2023 11:41
Vel nýttur þyrlupallur við Skógarböðin Falinn þyrlupallur við Skógarböðin hefur verið vel nýttur síðan böðin voru opnuð fyrir rúmu ári. Stofnandi baðanna segir suma vilja komast í böðin án þess að sjást. 30.7.2023 07:01
Veðurguðirnir aldrei með slökkviliðsmönnum í liði Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að mögulega þurfi að grípa til róttækari aðgerða svo hindra megi frekari gróðurelda í kringum eldstöðina við Litla Hrút. Veðurguðirnir séu ekki með slökkviliðinu í liði, hvernig sem viðri. 24.7.2023 19:02
Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. 23.7.2023 20:19
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23.7.2023 19:15
Maturinn kláraðist á fyrri degi Götubitahátíðar Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 23.7.2023 11:29
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent