Veðurguðirnir aldrei með slökkviliðsmönnum í liði Slökkviliðsstjórinn í Grindavík segir að mögulega þurfi að grípa til róttækari aðgerða svo hindra megi frekari gróðurelda í kringum eldstöðina við Litla Hrút. Veðurguðirnir séu ekki með slökkviliðinu í liði, hvernig sem viðri. 24.7.2023 19:02
Silli með besta bitann enn og aftur og hleypir öðrum að á næsta ári Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli, gerði sér lítið fyrir og átti besta götubitann á Götubitahátíðinni fjórða árið í röð. Hann segist ætla sér stóra hluti á evrópsku götubitahátíðinni í ár en ætlar að leggja spaðann á hilluna að því loknu. 23.7.2023 20:19
Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. 23.7.2023 19:15
Maturinn kláraðist á fyrri degi Götubitahátíðar Götubitahátíðin fer fram í fjórða sinn nú um helgina. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Matur sem átti að duga alla helgina kláraðist í gær og þurftu starfsmenn vagnanna að eyða nóttinni í að undirbúa meiri mat. 23.7.2023 11:29
Karlmaður á sjötugsaldri látinn eftir sjóslys Karlmaður á sjötugsaldri lést er sportbátur sökk út undan Njarðvíkurhöfn í gær. Annar maður var einnig fluttur á slysadeild en ekki er vitað um líðan hans. 23.7.2023 09:47
Frekari ákvörðun um opnun tekin í fyrramálið: „Viðbragðsaðilar að hörfa frá“ Vel gekk í kvöld þegar gossvæðið við Litla-Hrút á Reykjanesi var lokað almenningi af lögreglu. Björgunarsveitarmaður segir þó aðeins hafa þurft að rökræða við einhverja göngugarpa. Ákvörðun um mögulega opnun svæðisins á morgun verður tekin í fyrramálið. Mikil mengun er nú á svæðinu. 22.7.2023 19:29
„Við höfðum af þessu miklar áhyggjur“ Gossvæðinu á Reykjanesi verður lokað klukkan sex í kvöld vegna slæmrar hegðunar fólks. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir líklegt að aðgengi fólks að eldstöðvunum verði áfram takmarkað á næstunni enda sé engin ástæða fyrir því að ferðamenn geti haft aðgang að eldstöðvum allan sólarhringinn. 22.7.2023 12:31
Vilja Rey Cup-bikarinn til Afríku Sextán malavískir knattspyrnudrengir eru staddir hér á landi til að keppa á Rey Cup sem fer fram í Laugardalnum í næstu viku. Drengirnir eru bjartsýnir á að þeim takist að vinna mótið. 21.7.2023 22:05
Nikótínpúðar gera líkamsræktarstarfsfólki lífið leitt Nikótínpúðar gera starfsmönnum líkamsræktarstöðva lífið leitt þessa dagana. Að sögn stöðvarstjóra kvarta gestir ítrekað yfir því að fólk skilji púðana eftir hér og þar en ekki í ruslinu. 21.7.2023 19:43
Saga mótorhjólsins varðveitt á Akureyri Eitt glæsilegasta mótorhjólasafn heims er staðsett á Akureyri. Þar er saga mótorhjólsins á Íslandi varðveitt og má þar finna mörg af merkilegustu hjólum landsins. 17.7.2023 07:02