Þjóðin geti krafist þess að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag Bjarki Sigurðsson skrifar 7. apríl 2024 12:08 Eiríkur Bergmann er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir þjóðina geta sett þá kröfu á leiðtoga ríkisstjórnarflokkanna að nýr forsætisráðherra verði valinn í dag. Hann telur líklegast að formaður Framsóknarflokksins taki við embættinu. Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á Bessastöðum klukkan tvö mun Katrín Jakobsdóttir biðjast lausnar úr embætti forsætisráðherra. Það fer hins vegar eftir því hvort leiðtogar ríkisstjórnaflokkanna hafi náð að koma sér saman um nýjan forsætisráðherra hvernig sá fundur endar. Verði þeir ekki búnir að velja nýjan forsætisráðherra mun Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, að öllum líkindum biðja Katrínu um að sitja áfram í örfáa daga, þar til arftaki hennar verður valinn. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ákvörðun leiðtoganna ekki flókna. „Í rauninni er þessi ákvörðun ekkert sérstaklega flókin að taka þannig að þeir ættu nú að vera búnir að klára þetta. Ég held að þjóðin geti alveg sett þá kröfu á stjórnmálaforingjana að klára þetta í dag þannig þetta liggi fyrir þegar þing kemur saman á morgun,“ segir Eiríkur. Ef forsetinn biður Katrínu um að gegna embætti forsætisráðherra í nokkra daga til viðbótar, telur Eiríkur Katrínu ekki geta neitað því. Hann telur Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, svo taka við af henni. „Maður les hið pólitíska landslag þannig og Framsóknarflokkurinn liggur þarna milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Sigurður Ingi er ekkert sérstaklega umdeildur maður, þannig það væri meiri friður fólginn í Sigurði heldur en til dæmis í formanni Sjálfstæðisflokksins sem styr stendur um. Þurfti nýverið að segja af sér sem ráðherra og er nýkominn í utanríkisráðuneytið. Það yrðu kannski svona meiri læti í kringum hann,“ segir Eiríkur. Hann telur ríkisstjórnina ekki falla við brotthvarf Katrínar. „Ég sé ekkert í þeirri atburðarás sem hefur verið undanfarið, né heldur í orðræðu stjórnmálaforingjanna sem ætti að þurfa að koma í veg fyrir það,“ segir Eiríkur.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira