Ráðinn sem sérhæfður kokkur en settur í ræstingar Bjarki Sigurðsson skrifar 9. mars 2024 07:54 Lögregla hefur sagt tugi hafa stöðu brotaþola í mansalsanga málsins. Starfsfólk Vy-þrifa hljóp á brott við matvælalager í Sóltúni í september þegar Heilbrigðiseftirlitið mætti í óvænta heimsókn. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“ Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað ítarlega um málefni athafnamannsins Davíðs Viðarssonar síðustu daga eftir að lögreglan réðist í umfangsmiklar aðgerðir um land allt vegna starfsemi hans. Meðal þess sem Davíð og sjö aðrir eru grunaðir um er mansal. Samkvæmt heimildum fréttastofu útvegaði Davíð fólki frá Víetnam dvalarleyfi hér á landi á grundvelli sérfræðiþekkingar og réði þá til starfa hjá fyrirtækjum í hans eigu. Fólk í erfiðri stöðu Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, sem gefur út dvalarleyfin, segir leyfin háð vinnuveitendanum sem getur sett fólk í erfiða stöðu. „Leyfið er bundið við atvinnurekandann sem þú færð það útgefið frá og í þeirri grein sem þú færð það. Ef þú færð leyfi til að vinna í heilbrigðiskerfinu þá er það bundið við heilbrigðiskerfið. Það er eftirlit. Við til dæmis fylgjumst með í staðgreiðsluskránni hjá Skattinum. Er viðkomandi að fá laun annars staðar en leyfið er bundið við?“ segir Gísli Davíð Karlsson sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun. Gísli Davíð Karlsson, sviðsstjóri fjölmenningarsviðs hjá Vinnumálastofnun.Vísir/Sigurjón Frá byrjun árs 2022 hafa flestir þeirra sem koma hingað til lands með sérfræðingsleyfi komið einmitt frá Víetnam, 173 talsins. Næst á eftir koma Indverjar og Bandaríkjamenn. Flestir koma til að starfa í matvælaiðnaði eða 138 talsins en einnig eru margir sem starfa í líftæknigreinum og við háskóla- og rannsóknarstofnanir. Víetnamar bera af í fjölda þeirra sem koma hingað til lands vegna sérfræðiþekkingar.Vísir/Hjalti Flestir þeirra sem koma hingað til lands með dvalarleyfi vegna sérfræðiþekkingar eru matreiðslumenn.Vísir/Hjalti Stundum ásetningur Mögulega koma þessir einstaklingar hingað til lands með það í huga að vinna sem matreiðslumenn á einum af veitingastöðum Davíðs. Þegar hingað er komið fara þeir ekkert endilega að vinna sem kokkar heldur í önnur störf fyrirtækja sem Davíð rekur, svo sem við ræstingar eins og tilfellið er með Vy-þrif eða annað slíkt. Erfitt er að sannreyna hvort þeir vinna sem kokkar því launaseðillinn kemur frá veitingastaðnum en ekki ræstingarfyrirtækinu. „Það kemur fyrir reglulega að fólk vinnur annarsstaðar. Stundum er það fáfræði en stundum er ásetningur þar á bakvið. Þá förum við í þau mál,“ segir Gísli. Grafalvarlegt mál segir ráðherra Vinnumarkaðsráðherra vinnur að frumvarpi sem tekur á brotum á vinnumarkaði. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál og virkilega slæmt að þetta skuli hafa fengið að grasserast með þessum hætti,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra. Sérfræðileyfin séu mikilvæg til að fá mannauð utan EES svæðisins til að koma og starfa hér. „Það ber að sjálfsögðu ekki að misnota það. Sé það raunin í þessu tilfelli þá þarf að skoða það með ítarlegum hætti. Er eitthvað sem við getum fært til betri vegar.“
Ólöglegur matvælalager í Sóltúni Mál Davíðs Viðarssonar Lögreglumál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira