Milljónatjón Samstöðvarinnar eftir innbrot í nótt Brotist var inn í höfuðstöðvar fjölmiðilsins Samstöðvarinnar í Bolholti í Reykjavík í nótt og flestum tækjum stolið eða þau eyðilögð. Ábyrgðarmaður frétta Samstöðvarinnar segir að tjónið hlaupi á milljónum. 6.5.2023 14:22
Áhyggjuefni ef fólk hlaði hjólin við flóttaleiðir Brunum vegna rafmagnshlaupahjóla í hleðslu heldur áfram að fjölga. Að sögn starfandi slökkviliðsstjóra er það mikilvægt að nota rétt hleðslutæki þegar hjólin eru hlaðin og að hlaða þau á öruggum stað. 6.5.2023 11:04
Sonur Sigurðar Inga nýr skrifstofustjóri Framsóknar Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknarflokksins. Jóhann er sonur Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns flokksins. Tekur hann við af Teiti Erlingssyni sem er að taka við sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. 6.5.2023 09:18
Týndist á Hellu og fannst í bílakjallara í Reykjavík Kötturinn Beygla hvarf frá Hellu fyrir rúmum tíu dögum síðan. Í gær fannst Beygla í bílakjallara í Reykjavík og verður henni komið aftur heim á næstu dögum. Fannst Beygla tæplega níutíu kílómetrum frá heimili sínu. 6.5.2023 08:11
Allt að fimmtán stiga hiti í dag Í dag verður austlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu. Úrkomulítið verður í dag en dálítil væta verður á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fimmtán stig. Svalast verður í þokulofti við ströndina. 6.5.2023 07:56
Tveir fluttir á slysadeild eftir eld á Höfðabakka Eldur kviknaði í herbergi á Höfðabakka rétt eftir miðnætti í nótt vegna rafmagnshlaupahjóls sem var í hleðslu. Náðu allir að koma sér úr byggingunni en tveir voru fluttir á slysadeild til frekar skoðunar. 6.5.2023 07:25
Beit lögreglumann í miðbænum Óskað var eftir aðstoð lögreglu á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna manns sem var ofurölvi. Hann varð æstur við komu lögreglu og sjúkraflutningamanna og beit einn lögreglumannanna. Hann var því vistaður í fangageymslu þar til hægt var að ræða við hann. 6.5.2023 07:15
Fjórar hitaveitur metnar ágengar Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 5.5.2023 21:01
„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. 3.5.2023 21:00
Stefnir óbreytt í verkfall hjá þúsund starfsmönnum Kjarasamningsviðræður BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) eru í algjörum hnút og fundur samninganefnda þeirra í dag bar engan árangur. Formaður BSRB segir lítinn samningsvilja hafa verið til staðar hjá sambandinu. SNS segir engin mál leyst með fyrirsögnum í fjölmiðlum. 2.5.2023 18:47