Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ríkis­sjóður greitt 1,3 milljarða fyrir hrað­próf

Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa greitt rúmar 950 milljónir króna til einkaaðila vegna hraðprófa. Að sögn SÍ er líklegt að þessi tala eigi eftir að hækka þar sem reikningar fyrir þessa þjónustu berist stofnuninni með óreglulegum hætti.

Anna Hildur kjörin formaður SÁÁ

Anna Hildur Guðmundsdóttir var kjörin formaður SÁÁ og Þráinn Farestveit varaformaður á fundi aðalstjórnar samtakanna í dag. Bryndís Rós Morrison og Sigurður Ragnar Guðmundsson voru jafnframt kosin ný inn í framkvæmdastjórn.

Jarð­skjálfti að stærð 3,0 fannst í Grinda­vík

Jarðskjálfti að stærð 3,0 varð 2,5 kílómetra norður af Grindavík klukkan 17:27 í dag. Nokkrir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Tilkynningar bárust Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hefði fundist í Grindavík. 

Atli Sigurjónsson til Williams & Halls

Atli Sigurjónsson lyfjafræðingur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sölu og viðskiptaþróunar hjá íslenska lyfjafyrirtækinu Williams & Halls ehf.

Létu skort á öldruðum sauð­fjár­bændum ekki á sig fá

Fólkið á bak við TVÍK, tæknivædda íslenskukennarann, vill umbylta tungumálakennslu og hjálpa fleirum að þora að tala íslensku. Teymið skipar Gamithra Marga, Safa Jemai og Atli Jasonarson en þau unnu nýverið nýsköpunarkeppnina Gulleggið.

Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri

Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á.

At­vinnu­leysi jókst í 5,2 prósent í janúar

Skráð atvinnuleysi var 5,2% í janúar og jókst úr 4,9% í desember. Fjölgaði atvinnulausum að meðaltali um 258 frá desembermánuði. Aukningin er í samræmi við spá Vinnumálastofnunar sem gerði ráð fyrir lítils háttar aukningu milli mánaða.

Sam­keppnis­hæfari eftir sam­eininguna

Fagverk verktakar, Malbik og völtun, og Malbikstöðin hafa sameinast undir merkjum Malbikunarstöðvarinnar en þau eru öll í eigu Vilhjálms Þórs Matthíassonar. Sameiningin er sögð liður í uppbyggingu fyrirtækins og aukningu markaðshlutdeildar á malbiksmarkaðnum.

Guðrún hjálpar Microsoft Edge að tala íslensku

Íslenskum talgervli hefur verið bætt við Microsoft Edge vafrann sem les nú upp íslenskan texta. Vonast er til að nýja virknin muni meðal annars gagnast blindum, sjónskertum og nemendum sem kjósa að hlusta á námsefni.

Sjá meira