Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða Sjóvá hagnaðist um 9,57 milljarða króna á seinasta ári, en þar af var hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta 7,83 milljarðar. Til samanburðar nam heildarhagnaður 5,32 milljörðum króna árið 2020, þar af 3,96 vegna fjárfestingarstarfsemi. 11.2.2022 11:54
Bjarni fellst á tillögu um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur fallist á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka. Tillagan felur í sér að Bankasýslan fái heimild til að selja alla eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka í nokkrum áföngum og að höfðu samráði við ráðherrann. 11.2.2022 11:13
Bókasafnið loks fundið leið til að ná til miðaldra karlmanna Búið er að opna fullbúið hljóðver á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal sem fólk getur bókað til að taka upp og vinna tónlist að kostnaðarlausu. Einnig er hægt að nota aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp. 11.2.2022 07:01
Tveir nú í haldi í tengslum við skotárásina í Grafarholti í nótt Tveir karlar eru í haldi lögreglu í þágu rannsóknar á skotárás í Grafarholti í nótt. Annar var handtekinn í morgun líkt og áður hefur komið fram en hinn var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi. Báðir mennirnir eru á þrítugsaldri. 10.2.2022 16:23
Íslandsbanki hagnaðist um 23,7 milljarða Hagnaður af rekstri Íslandsbanka nam 23,7 milljörðum króna á seinasta ári samanborið við 6,8 milljarða árið 2020. Bankinn hagnaðist um 7,1 milljarð króna á fjórða ársfjórðungi 2021. 10.2.2022 15:57
Yfir 29 þúsund fiskar og nokkrir fuglar drápust í óveðrinu á Reykjanesi Talið er að yfir 29 þúsund fiskar hafi drepist í óveðrinu sem gekk yfir aðfaranótt þriðjudags í Stóru Sandvík á vestanverðu Reykjanesi. Þá er talið að fuglar sem fundust í fjörunni hafi drepist af völdum óveðursins. 10.2.2022 14:59
66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity valin bestu vörumerkin 66°Norður, Blush, Kerecis og Lucinity voru í dag útnefnd Bestu íslensku vörumerkin 2021. Þetta er í annað sinn sem vörumerkjastofan brandr veitir verðlaunin sem fara til þeirra vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. 10.2.2022 14:29
Heilsugæslan keypt hraðpróf fyrir 380 milljónir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) hefur keypt Covid-19 hraðpróf fyrir 379,8 milljónir króna en hún hefur sinnt innkaupunum fyrir allar heilbrigðisstofnanir landsins og hjúkrunarheimili frá síðastliðnu vori. 10.2.2022 13:40
Bein útsending: Breytingar á áfengismarkaði Breytingar á áfengismarkaðnum verða til umræðu á opnum fundi Félags atvinnurekenda sem hefst klukkan 14. Fundurinn gengur undir heitinu „Gerjun á áfengismarkaði“ og verður hægt að fylgjast með honum í spilaranum hér fyrir neðan. 10.2.2022 13:30
Valitor skilaði loks hagnaði á ársgrundvelli Heildarafkoma Valitor nam um 353 milljónum króna á árinu 2021, samanborið við heildartap upp á um einn milljarð króna árið áður. Viðsnúningurinn á milli ára er því um 1,4 milljarðar króna. 10.2.2022 11:40