Bein útsending: Bestu íslensku vörumerkin Vörumerkjastofan brandr mun útnefna „Bestu íslensku vörumerkin“ í annað sinn klukkan 12 í dag. Viðurkenningar eru veittar í fjórum flokkum, sem er skipt upp eftir starfsmannafjölda og því hvort vörumerkin starfi á einstaklings- eða fyrirtækjamarkaði. Hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan. 10.2.2022 11:30
Karlmaður sem skaut á fólk í Grafarholti í haldi lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu eftir að tilkynnt var um skotárás í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt. Skotið var á karl og konu sem stödd voru utandyra í hverfinu og voru þau flutt á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra. Þau eru ekki í lífshættu. 10.2.2022 11:16
Þarf ekki lengur að vera með hreint sakavottorð Nú geta allir landsmenn sótt sér stafrænt sakavottorð. Áður var þessi þjónusta einungis í boði fyrir fólk sem þurfti að sækja einfalt eða hreint sakavottorð en nú er hægt að nota rafræn skilríki til að sækja stafrænt sakavottorð óháð stöðu í sakaskrá. 10.2.2022 10:47
Mikil endurnýjun í stjórn Viðskiptaráðs Íslands Ari Fenger hefur verið endurkjörinn formaður Viðskiptaráðs Íslands til næstu tveggja ára. Þetta var kynnt á aðalfundi ráðsins í morgun og niðurstaða stjórnarkjörs sömuleiðis. Í stjórn Viðskiptaráðs sitja 37 einstaklingar auk formanns. 10.2.2022 10:25
Ryðja, tjalda og koma upp þyrlulendingarstað við Þingvallavatn Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir. 9.2.2022 16:36
Þurfti að grafa sig að húsinu þegar snjóflóðahættan var liðin hjá Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði var aflétt í morgun. Kittý Arnars Árnadóttir, íbúi á Patreksfirði, var ein þeirra sem þurfti að yfirgefa heimili sitt ásamt fjölskyldu í skyndi í gærmorgun eftir að snjóflóð féllu á varnargarða aðfaranótt þriðjudags. 9.2.2022 14:24
KPMG kaupir OZIO KPMG á Íslandi hefur keypt rekstur OZIO, sem sérhæfir sig í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun á starfrænum lausnum fyrir Microsoft-vinnuumhverfið. Hjá OZIO starfa í dag fjórir starfsmenn en forsvarsmaður fyrirtækisins er Sigurjón Hákonarson. 9.2.2022 11:44
Hættustigi og óvissustigi aflýst á Vestfjörðum Hættustigi og óvissustigi hefur verið aflýst á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu en óvissustig hefur verið í gildi á norðanverðum Vestfjörðum frá því á sunnudag. Hættustigi hefur verið aflýst á Tröllaskaga og er óvissustig nú í gildi. 9.2.2022 10:10
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður 75 punkta stýrivaxtahækkun Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun stýrivexti um 0,75 prósentustig, úr 2,0 prósent í 2,75 prósent. 9.2.2022 09:01
Stóð ráðalaus í rauðri viðvörun: „Kannski smá karma“ Atla Czubaiko brá heldur í brún á mánudagsmorgun þegar eldhúsglugginn á þriðju hæð fauk upp í vindhviðu og losnaði úr gluggakarminum. Hann hangir enn utan á blokkinni í Háaleiti í Reykjavík. 8.2.2022 21:00