Vísbending um að lík sé fundið í Þingvallavatni Kafarar sérsveitar ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar kafa nú í Þingvallavatni til að kanna með vísbendingu sem fékkst í sónarmynd frá Gavia-kafbát á vatninu. 6.2.2022 17:40
Lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna óveðursins Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land. Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti. 6.2.2022 17:26
Veðurvaktin á Vísi: Byrjað að lægja víðast hvar eftir næturveðrið Fárviðrið sem nú gengur yfir landið á að fara að slota á höfuðborgarsvæðinu og Suðvesturlandi en rauð viðvörun sem gefin var út fyrir svæðið í gær er í gildi til klukkan átta. Færð á höfuðborgarsvæðinu er betri en menn höfðu leyft sér að vona. 6.2.2022 14:45
Reksturinn sem byrjaði og endaði í faraldri Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum. 6.2.2022 09:01
Biðjast afsökunar á því að hafa sagt að innrás Rússa væri hafin Bandaríski miðilinn Bloomberg News baðst á laugardagskvöld afsökunar á því að hafa fyrir mistök birt fyrirsögnina „Rússland gerir innrás í Úkraínu.“ 6.2.2022 00:29
Ásgeir Sveinsson vann prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ Ásgeir Sveinsson sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með 697 atkvæði eða 69% gildra atkvæða þegar öll atkvæði höfðu verið talin. 6.2.2022 00:01
Elísabet útnefnir Camillu verðandi drottningu Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti í kvöld að hún vilji að Camilla, hertogaynja af Cornwall, verði ávörpuð sem drottning þegar Karl Bretaprins verður konungur. 5.2.2022 22:22
Enginn inni í flugvélaflakinu og leit hefst aftur á morgun Enginn þeirra fjögurra farþega sem voru í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni eru nú inni í flakinu. Þetta leiddi kafbátaleit í ljós seinni partinn í dag. Svæðisstjórn björgunarsveita er byrjuð að skipuleggja áframhaldandi leit í og við vatnið á morgun. 5.2.2022 21:56
Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. 5.2.2022 20:52
Þetta eru lögin sem keppa í Söngvakeppninni 2022 Tíu lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppninni 2022. Fimm lög keppa á fyrra undanúrslitakvöldinu laugardaginn 26. febrúar og restin viku síðar í seinni undanúrslitum þann 5. mars. 5.2.2022 20:25