Arnþór hættur og segist hafa þurft að þola ofbeldishótanir á stjórnarfundum Arnþór Jónsson, stjórnarmaður SÁÁ, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna. Þetta tilkynnir hann í bréfi til stjórnarmanna í dag en Arnþór hefur unnið fyrir SÁÁ í yfir tuttugu ár og gegnt formannsembættinu í sjö ár. 4.2.2022 11:31
Keppast um að komast í hóp Controlant, Meniga og Pay Analytics Tíu teymi keppa til úrslita í frumkvöðlakeppninni Gullegginu í dag en keppnin hófst 15. janúar. Alls bárust 155 hugmyndir í ár og þar af yfir áttatíu kynningar frá teymum sem vildu freista þess að komast í lokakeppnina. 4.2.2022 07:00
Dregur framboð sitt skyndilega til baka Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls. 3.2.2022 15:55
Takmörkuðum hópi býðst að fá fjórða skammtinn Einstaklingar sem eru með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma eða hafa fengið vissar ónæmisbælandi meðferðir á undanförnum einum til tveimur árum geta sóst eftir því að fá fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 3.2.2022 15:26
Karlmennirnir voru fimm en ekki fjórir Þrír einstaklingar sóttu um stöðu fréttastjóra RÚV og dagskrárstjóra Rásar 2 til viðbótar við þá sem greint var frá í gær. Umsækjendurnir þrír drógu umsókn sína til baka áður en listinn var birtur en venja er fyrir því að RÚV hafi samband við umsækjendur áður en nöfn þeirra eru gerð opinber. 3.2.2022 14:41
Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna í fyrra Landsbankinn hagnaðist um 28,9 milljarða króna eftir skatta í fyrra, samanborið við 10,5 milljarða króna árið 2020. Arðsemi eigin fjár var 10,8% árið 2021 eftir skatta, samanborið við 4,3% arðsemi árið áður. 3.2.2022 13:37
Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann. 3.2.2022 11:17
Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. 3.2.2022 09:52
Hægt að finna rafhlaupahjól og sjá mengun með auðveldum hætti Nú er hægt að sjá staðsetningar á rafhlaupahjólum Hopp, OSS og ZOLO inn á vef Strætó. Sömuleiðis eru veittar upplýsingar um rafhlöðustöðu hjólanna. 2.2.2022 17:07
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2.2.2022 16:10