Vonsvikin með að ríkið vilji ekki byggja bílakjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 11:47 Hjólhýsi og tjaldvagnar munu víkja fyrir nýrri heilsugæslustöð. VÍSIR/ÁSGEIR Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar. Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti. Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira
Skipulagsráð bæjarins segir að bílakjallari sé forsenda fyrir byggingu heilsugæslu á umræddu svæði. Akureyri.net greindi fyrst frá. Til stendur að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri á næstu árum og á umrædd stöð að rísa á lóðinni við Þingvallastræti 23 sem hefur lengi verið nýtt sem tjaldstæði. Mynd sem birt var þegar breyting á deiluskipulagi fyrir svæðið var auglýst í apríl á síðasta ári. Í bréfi frá FSRE til bæjarstjórnar Akureyrar segir að óskað sé eftir breytingu á deiliskipulaginu þar sem ekki sé gert ráð fyrir bílakjallara í frumkostnaðarmati á framkvæmdinni sem undirritað var 25. mars 2021. „Eins og gefur að skilja er kostnaður við jarðvinnu og byggingu á kjallara töluverður sem ekki er gert ráð fyrir í fjárframlög til verkefnisins.“ Í bókun sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs í síðustu viku lýsir ráðið yfir vonbrigðum með að ekki sé vilji til að gera ráð fyrir bílakjallara undir heilsugæslunni líkt og miðað hafi verið við frá því að skipulagsvinna hófst árið 2020. Vilja stækka lóðina til að fjölga bílastæðum Fram kemur í bréfi FSRE til bæjarstjórnar að fulltrúar stofnunarinnar hafi óskað eftir að koma með tillögu að breyttri útfærslu á skipulagi lóðarinnar á fundi með skipulagsfulltrúa Akureyrarbæjar þann 15. mars síðastliðinn. Önnur tillagan gerir ráð fyrir stækkun á lóðinni til suðurs þar sem hægt væri að bæta við bílskýli, hjólaskýli og viðbótar bílastæðum. Samtals yrðu 59 bílastæði á lóðinni. Seinni tillagan gerir ráð fyrir að hægt verði að byggja hluta bílastæða, meðal annars fyrir læknabíl, undir þaki og með einhverjum skjólveggjum þar sem það á við. Um væri að ræða opna bílageymslu undir hluta byggingarinnar, samtals um 57 bílastæði innan lóðar. Hvorug tillagan gerir ráð fyrir bílakjallara. FSRE óskar eftir því að bæjarstjórn taki málið fyrir svo ekki verði tafir á framvindu verkefnisins. Skipulagsráð svaraði með því að hvetja hluteigandi eindregið til að gera ráð fyrir umræddum kostnaði við uppbyggingu heilsugæslunnar til að koma í veg fyrir tafir. Ótækt sé að heilsugæslan búi lengur við núverandi húsnæðiskost en hún er nú í óhentugu húsnæði í Hafnarstræti.
Akureyri Heilbrigðismál Bílastæði Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Sjá meira