Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 15:35 Mikið álag hefur verið á móttökukerfinu á Íslandi og hefur viðbragðsáætlun vegna álags á landamærum verið færð á óvissustig. Vísir/Vilhelm Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22