Níutíu komu frá Úkraínu um helgina til að sækja um vernd Eiður Þór Árnason skrifar 28. mars 2022 15:35 Mikið álag hefur verið á móttökukerfinu á Íslandi og hefur viðbragðsáætlun vegna álags á landamærum verið færð á óvissustig. Vísir/Vilhelm Alls komu níutíu einstaklingar frá Úkraínu síðustu þrjá daga og sóttu um vernd á Íslandi. Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst þann 24. febrúar hafa 484 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd á Íslandi. Þar af eru 259 konur, 143 börn og 83 karlar. Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Síðastliðna viku hefur 161 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt hér um vernd, eða að meðaltali 23 á dag. Ef sjö daga meðaltalið er notað sem forspárgildi má gera ráð fyrir að um 644 einstaklingar með tengsl við Úkraínu muni sækja hér um vernd næstu fjórar vikur. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Á fimmtudag var nýting skammtímaúrræða fyrir einstaklinga sem sækja um vernd 85% hér á landi og nýting langtímaúrræða 93%. Stendur til að semja við gisti- og hóteleigendur Frá því að innrásin hófst fram til föstudags höfðu 3.764.028 einstaklingar flúið stríðsátökin í Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu, samkvæmt upplýsingum landamærasviðs. Flestir hafa komið til Póllands eða 2.262.874 einstaklingar. Fram kemur í stöðuskýrslunni að félagsmálaráðuneytið vinni nú að gerð samninga við gisti- og hóteleigendur sem vonir séu bundnar við að tryggi fullnægjandi skammtímaúrræði fyrir einstaklinga sem sæki um vernd. Heildarfjöldi einstaklinga sem nú er í þjónustu með tengsl við Úkraínu er sagðir vera 395. Opna móttökumiðstöð í Domus Medica Til stendur að flytja móttökumiðstöð fyrir umsækjendur um vernd úr Hafnarfirði í Domus Medica í þessari viku. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins mun þar vera með starfsemi og mun heilsufarsskoðun fara fram strax við komu á móttökustöðina. Síðasta miðvikudag var greint frá því að álag á móttökukerfið á Íslandi vegna komu einstaklinga sem sækja um alþjóðlega vernd væri komið að þolmörkum. Viðbragðsáætlun vegna yfirálags á landamærum hefur verið virkjuð og er nú á óvissustigi. Til skoðunar er að færa viðbragðsáætlunina á hættustig sem er næst efsta stig viðbúnaðarkerfisins. Alls hafa 820 einstaklingar sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar til 24. mars. Fjölmennasta þjóðernið eru einstaklingar með tengsl við Úkraínu eða 485 einstaklingar. Þar á eftir eru 204 einstaklingar með tengsl við Venesúela.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Úkraína Tengdar fréttir Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01 Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Tvöfalda íbúafjölda Bifrastar með flóttamönnum frá Úkraínu Íbúafjöldi á háskólasvæðinu við Bifröst gæti tvöfaldast á næstu vikum þegar háskólinn tekur á móti flóttafólki frá Úkraínu. Nokkur vinna þarf að fara fram fyrir móttökuna og leitar skólinn nú að sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóg. 24. mars 2022 21:01
Fyrstu flóttamennirnir komnir með sjúkratryggingu Í dag hafa tuttugu fyrstu flóttamennirnir frá Úkraínu fengið íslenska sjúkratryggingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkratryggingum. Með tryggingunni fá flóttamennirnir fullan rétt til greiðsluþátttöku ríkisins í nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. 24. mars 2022 17:22
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent