Sigríður frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins til Landsbankans Sigríður Guðmundsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem mannauðsstjóri Landsbankans. Hún tekur við af Baldri Gísla Jónssyni í byrjun febrúar en hann hefur gegnt stöðunni undanfarin ellefu ár. 5.1.2022 10:52
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4.1.2022 16:45
Bráðalæknir spyr hvort starfsfólk sé að brjóta hegningarlög á bráðamóttökunni Alls sóttu 2.697 einstaklingar bráðamóttökuna á Landspítala í nóvember og jókst fjöldinn um 6,3% frá sama tíma árið 2020. 4.1.2022 13:43
Rúmur þriðjungur beri illa skuldir sínar Umtalsverðar skammtímaskuldir hafa safnast upp hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á og í árslok 2020 voru þær allt að 25 milljarðar króna umfram það sem eðlilegt var. Erfitt getur reynst að vinna á þessum skuldum nema með frekari lántöku eða nýju eigin fé. 4.1.2022 12:15
Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. 4.1.2022 10:11
Foreldrar beðnir um að hætta að senda börn með kvef á leikskóla Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins beinir þeim tilmælum til foreldra að senda ekki börn í leik- og grunnskóla með kvefeinkenni nema þau hafi farið í PCR-sýnatöku. Skipulagsdagur var í dag hjá starfsfólki grunn-, leik- og tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu, auk frístundaheimila þar sem gripið var til ráðstafana í ljósi stöðu kórónuveirufaraldursins. 3.1.2022 17:16
Búin að skipa starfshóp til að skoða blóðmerahald Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um blóðtöku á fylfullum hryssum. Mun hópurinn hefja störf á næstu dögum en honum er ætlað að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana. 3.1.2022 15:27
Gátu ekki beðið lengur og keyptu nýbyggingu Fiskmarkaðsins Arctic Oddi ehf., dótturfélag laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish ehf. á Vestfjörðum, hefur keypt nýbyggingu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur að Brimbrjótsgötu í Bolungarvík. Hyggst félagið koma upp laxasláturhúsi í byggingunni. 3.1.2022 13:45
Munur á þróun leigu- og kaupverðs aldrei mælst meiri Spenna á leigumarkaði hefur dregist saman síðustu misseri og leiguverð þróast með rólegasta móti, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Hefur leiguverð nánast staðið í stað frá því að faraldurinn hófst og aðeins hækkað um 1,9% síðan í janúar 2020. 3.1.2022 13:27
Búa sig undir að taka á móti fjölda erlendra verkamanna Hundrað herbergi bætast við farsóttarhúsin í dag þegar tekið verður yfir restina af Icelandair Hotel Natura við Reykjavíkurflugvöll. Í kringum hundrað einstaklingar eru á biðlista eftir að komast í einangrun á farsóttarhúsi. Reiknar forstöðumaður með að tæma fyrirliggjandi lista en að fleiri sæki í húsin eftir sýnatöku í dag. 3.1.2022 12:21