Svör við spurningum Bjarna að finna í löggjöfinni Eiður Þór Árnason skrifar 16. febrúar 2022 20:01 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, formaður Félags fréttamanna. Samsett Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamannahvetja valdhafa til að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun á Íslandi frekar en að freistast til að ráðast gegn henni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, gagnrýndi í gær fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Varnagnar í lögum til að tryggja athafnafrelsi fréttamanna „Okkur er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu,“ segir í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna. Blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, til að mynda ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegni hins vegar öðru máli. „Blaðamennska getur verið, og á að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauðsynlegt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafa staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.“ Félögin árétta að Íslendingar, líkt og margar aðrar lýðræðisþjóðir, hafi slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum. Þá megi til dæmis finna í lögum um fjölmiðla, þar sem blaðamönnum sé beinlínis bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, hafi þeir óskað nafnleyndar. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að blaðamönnum sé ein fárra stétta sem samkvæmt lögum um meðferð einkamála og sakamála er óheimilt að svara spurningum um heimildarmenn sína og það sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfi. Þar að auki hafi almennum hegningarlögum verið breytt í fyrra og bætt við ákvæðum um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs sem höfðu ekki áður verið refsiverð. Í ákvæðunum má finna undantekningar fyrir þau tilvik þar sem háttsemi er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Undantekningunum var bætt inn til að tryggja hömluðu ekki störfum og tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ný ógn við frjálsa og óháða blaða- og fréttamennsku „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ segir í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“ Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, gagnrýndi í gær fréttaflutning um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að boða fjóra fréttamenn til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Í færslu á Facebook-síðu sinni spurði hann hvernig það gæti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu og hvort fjölmiðlamenn væru of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Varnagnar í lögum til að tryggja athafnafrelsi fréttamanna „Okkur er bæði ljúft og skylt að svara þessari spurningu,“ segir í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu og Félagi fréttamanna. Blaða- og fréttamenn séu sem einstaklingar jafnir öðrum að lögum, til að mynda ef þeir eru grunaðir um ölvunarakstur, fjársvik eða ofbeldisbrot. Um störf þeirra gegni hins vegar öðru máli. „Blaðamennska getur verið, og á að vera óþægileg fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki í valdastöðum, því hún afhjúpar mistök, bresti og spillingu í kerfinu. Til þess að greina frá slíkum brestum getur verið nauðsynlegt að nota gögn sem ekki hefur verið aflað með lögmætum hætti. Dómstólar hafa staðfest að notkun blaðamanna á slíkum gögnum geti samræmst hlutverki þeirra að taka við og miðla upplýsingum sem erindi eiga við almenning.“ Félögin árétta að Íslendingar, líkt og margar aðrar lýðræðisþjóðir, hafi slegið ákveðna varnagla til að tryggja blaðamönnum athafnafrelsi til að sinna störfum sínum. Þá megi til dæmis finna í lögum um fjölmiðla, þar sem blaðamönnum sé beinlínis bannað að rjúfa trúnað við heimildarmenn sína, hafi þeir óskað nafnleyndar. Jafnframt segir í yfirlýsingunni að blaðamönnum sé ein fárra stétta sem samkvæmt lögum um meðferð einkamála og sakamála er óheimilt að svara spurningum um heimildarmenn sína og það sem þeim hefur verið trúað fyrir í starfi. Þar að auki hafi almennum hegningarlögum verið breytt í fyrra og bætt við ákvæðum um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs sem höfðu ekki áður verið refsiverð. Í ákvæðunum má finna undantekningar fyrir þau tilvik þar sem háttsemi er „réttlætanleg með vísan til almanna- eða einkahagsmuna.“ Undantekningunum var bætt inn til að tryggja hömluðu ekki störfum og tjáningarfrelsi fjölmiðla. Ný ógn við frjálsa og óháða blaða- og fréttamennsku „Lagaleg sérstaða blaða- og fréttamanna í störfum sínum ætti því að vera skýr. Vandséð er hverju blaða- og fréttamennirnir fjórir geta svarað umfram það í yfirheyrslum hjá lögreglu,“ segir í yfirlýsingu Blaðamannafélagsins og Félags fréttamanna. Margar hættur steðji að frjálsri og óháðri blaða- og fréttamennsku á Íslandi. Blaða- og fréttamönnum hafi fækkað um tæpan helming á árunum 2018 til 2020. Þá hafi nýleg rannsókn leitt í ljós að 45% íslenskra blaða- og fréttamanna hafi upplifað hótanir eða ógnanir í starfi á undanförnum fimm árum, 16% umsáturseinelti, og 15% verið lögsótt vegna starfa sinna. „Við þessar þröngu starfsaðstæður bætist nú sú ógn að lögregla boði blaða- og fréttamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu sakbornings fyrir hegningarlagabrot, fyrir það eitt að stunda vinnu sína.“
Fjölmiðlar Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30 Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31 Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Svar við spurningum Bjarna Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði í gær á Facebooksíðu sinni um þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að boða fjóra blaða- og fréttamenn í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga, vegna umfjöllunar um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 16. febrúar 2022 18:30
Bjarni hafnar því að hann þjófkenni Þórð Snæ Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans hnýtir í Facebookfærslu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þess efnis að ekkert sé óeðilegt við að blaðamenn séu kallaðir til yfirheyrslu í sakamáli; að Bjarni gefi í skyn að hann sé þjófur. Bjarni telur þetta fráleita túlkun. 16. febrúar 2022 11:31
Spyr hvort fréttamenn séu of góðir til að svara spurningum lögreglu Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra spyr hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að blaðamenn mæti í skýrslutöku líkt og almennir borgarar. 15. febrúar 2022 22:03