Alætu-Júmbó hafði betur gegn fulltrúum grænkera Neytendastofa telur að ekki séu nógu mikil líkindi með merkjum Júmbó og Jömm annars vegar eða Júmbó og Oatly hins vegar til að skapa hættu á því að neytendur ruglist á þeim. Nokkur umræða skapaðist um málið í október 2019 þegar sumir höfðu orð á því að ný umbúðahönnun Júmbó líktist hönnun áðurnefndra vörumerkja. 22.3.2021 12:26
Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins segir að gosið í Geldingadal sýni að runnið sé upp nýtt kvikuskeið á Reykjanesinu. Eldsumbrotin minni á upphaf Kröfluelda og faslega megi gera ráð fyrir fleiri eldgosum á Reykjanesskaganum í náinni framtíð. 20.3.2021 16:59
Eitt minnsta gos sem sögur fara af og hraunflæðið á við Elliðaár Ólíklegt er að mikil jarðskjálftavirkni verði í kjölfar eldgossins í Geldingadal en áfram er von á smáskjálftum. Engin hætta stafar af gasmengun í byggð að svo stöddu en mengunin gerir að að verkum að mjög hættulegt getur verið að fara upp að svæðinu við vissar aðstæður. 20.3.2021 14:53
Adrenalínfíklar í Geldingadal í nótt: „Maður lifir hvort eð er bara einu sinni“ Ævintýramaðurinn Steinn Alex Kristgeirsson fór alveg upp að gosinu í Geldingadal í nótt ásamt vinum sínum og náði af því sláandi nærmyndum. Hann segir að þeir hafi byrjað að ganga að gossvæðinu um klukkan 23:30 í gær og verið komnir þangað eftir yfir þrjár klukkustundir. 20.3.2021 13:16
Mjög óvarlegt að ganga nálægt svæðinu án þess að huga að gosmengun Gosið í Geldingadal er líklega minna en það sem kom upp í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og ekki er talið að það muni hafa áhrif á flugumferð. Mesta hættan er af gasmengun en hún virðist þó ekki vera mikil að sögn veðurfræðings. 20.3.2021 12:29
Á von á gasinu til höfuðborgarsvæðisins upp úr hádegi Von er á því að gas úr gosinu í Geldingadal berist í átt að höfuðborgarsvæðinu frá og með hádegi í dag og fram eftir kvöldi. Þetta segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Hún segir þó litlar líkur á að gasið verði í hættulegu magni og líklegast að það verði mjög lítið. 20.3.2021 11:27
Fyrstu myndir dagsins staðfesta að um lítið gos sé að ræða Fyrstu myndir úr þyrlu Landhelgisgæslunnar nú í morgun staðfesta að um lítið gos sé að ræða á Reykjanesskaga og hraunstreymið sé enn innikróað í Geldingadal við Fagradalsfjall. Þetta segir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort krafturinn í gosinu hafi breyst en nýjar upplýsingar liggja fyrir á tíunda tímanum. 20.3.2021 08:51
Sóttvarnalæknir ákveði næsti skref nú þegar EMA hefur veitt AstraZeneca blessun sína Forstjóri Lyfjastofnunar segir að niðurstaða Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) á hugsanlegum aukaverkunum bóluefnis AstraZeneca við kórónuveirunni sýni að ávinningur af notkun þess sé meiri en hugsanleg áhætta sem fylgir því að fá Covid-19. 18.3.2021 23:59
Erna Solberg braut sóttvarnareglur í ferð með fjölskyldunni Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, braut sóttvarnareglur í febrúar þegar hún borðaði kvöldverð með þrettán öðrum. Þetta kemur fram í frétt norska ríkisútvarpsins NRK en brotið átti sér stað á meðan Solberg var í fríi í skíðabænum Geilo þar sem hún hélt upp á sextugsafmæli sitt. Þar var hún stödd ásamt fjölskyldu, tveimur systrum sínum og fjölskyldum þeirra. 18.3.2021 23:08
„Ég held að það hafi ekki kviknað í af sjálfu sér“ Betur fór en á horfðist í fyrstu þegar eldur kviknaði á iðnaðarsvæðinu við höfnina á Eskifirði. Tilkynnt var um eldinn skömmu eftir klukkan átta í kvöld sem reyndist loga í laxapoka á athafnasvæði Egersund Island. 18.3.2021 22:06
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent