Tesla innkallar 135 þúsund bifreiðar vegna galla Rafbílaframleiðandinn Tesla hyggst innkalla 135 þúsund Model S og Model X bifreiðar sem seldar voru í Bandaríkjunum vegna galla sem getur leitt til þess að snertiskjáir um borð í þeim hætta að virka. 3.2.2021 14:30
Spá Seðlabankans um fjölda ferðamanna lækkar enn frekar Seðlabanki Íslands spáir því nú að ríflega 700 þúsund ferðamenn komi til landsins í ár sem eru færri en gert var ráð fyrir í nóvember. Til samanburðar komu 480 þúsund ferðamenn til landsins á síðasta ári. Fram kemur í nýjasta hefti Peningamála að útflutningshorfur fyrir þetta ár hafi almennt versnað frá síðustu spá. 3.2.2021 12:30
Undirrituðu samning við CureVac um bóluefni gegn Covid-19 Íslensk stjórnvöld hafa undirritað samningum um kaup á bóluefni þýska líftæknilyfjaframleiðandans CureVac gegn Covid-19 sem dugir fyrir um 90 þúsund einstaklinga. 3.2.2021 10:55
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á fundi sem hefst klukkan tíu í Seðlabankanum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75%. 3.2.2021 09:30
Spotify hækkar verð um allt að 27 prósent Tónlistarveitan Spotify hefur tilkynnt um verðhækkanir á öllum áskriftarleiðum sínum. Með breytingunum fer venjuleg Premium áskrift úr 9,99 í 10,99 evrur á mánuði, Premium Duo úr 12,99 í 14,99 evrur og Family áskrift sem nýtist allt að sex einstaklingum úr 14,99 í 18,99 evrur á mánuði. 3.2.2021 07:45
Arnar fyrsti karlmaðurinn til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Stjórn Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. 2.2.2021 15:39
Moderna vill fjölga skömmtum í hverju glasi til að auka framleiðslu Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna vill fjölga þeim skömmtum sem fást úr hverju hettuglasi af bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19. Með þessu hyggst Moderna auka framleiðslugetu sína sem nálgast nú milljón bóluefnaskammta á dag. 2.2.2021 14:03
Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. 2.2.2021 12:49
90 ára og eldri boðið í bólusetningu í dag Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býður í dag öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru 90 ára og eldri í bólusetningu við Covid-19. Nær boðið til allra sem eru fæddir árið 1931 eða fyrr og fer bólusetningin fram á Suðurlandsbraut 34. 2.2.2021 11:33
Verk og vit frestað í þriðja sinn Fagsýningunni Verk og vit hefur verið frestað um ár en til stóð að halda hana í Laugardalshöll þann 15. til 18. apríl næstkomandi. Þess í stað fer hún fram daganna 17. til 20. mars á næsta ári. 2.2.2021 11:09