Keypti í Högum fyrir 5,75 milljónir þegar hann byrjaði í nýju vinnunni Magnús Magnússon, sem hóf í dag störf sem framkvæmdastjóri stefnumótunar og rekstrar hjá Högum, hefur keypt hlutabréf í félaginu fyrir 5,75 milljónir króna. 1.2.2021 16:50
Fimm til sjö þúsund einstaklingar í ólöglegu húsnæði Áætlað er að um 5.000 til 7.000 einstaklingar búi í svokölluðum óleyfisíbúðum hér á landi sem séu á bilinu 1.500 til 2.000 talsins. Er þar um að ræða húsnæði sem er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. 1.2.2021 14:54
Netárás olli truflunum á þjónustu Símans Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins. 1.2.2021 13:55
Asos tekur yfir Topshop og skilur eftir sár í breskum verslunargötum Breska vefverslunin Asos hefur fest kaup á vörumerkjunum Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT úr þrotabúi smásölurisans Arcadia. Auk þess að kaupa öll hugverk tengd fatakeðjunum mun Asos eignast vörubirgðir þeirra en stjórnendur hyggjast ekki taka yfir neinar verslanir. 1.2.2021 13:36
BBC fjallar um örar breytingar á Skaftafellsjökli Árið 1989 heimsótti breski ljósmyndarinn Colin Baxter Ísland heim ásamt fjölskyldu sinni og tók ljósmynd af Skaftafellsjökli í öllu sínu veldi. Um þrjátíu árum síðar var sonur hans mættur aftur fyrir framan skriðjökulinn til að feta í fótspor föður síns en við blasti heldur breytt landslag. 1.2.2021 11:49
Downs-félagið kallar eftir aðgerðum heilbrigðisráðherra í ljósi ógnvekjandi tölfræði Rannsókn bendir til að fullorðnir einstaklingar með Downs-heilkenni séu fimm sinnum líklegri en aðrir til að verða lagðir inn á sjúkrahús ef þeir sýkjast af Covid-19 og tíu sinnum líklegri til að deyja af völdum sjúkdómsins. Stjórn Downs-félagsins hefur ítrekað óskað eftir því að fólk með Downs-heilkenni færist ofar í forgangsröðun við bólusetningu en ekki haft erindi sem erfiði. 30.1.2021 10:01
Bóluefni AstraZeneca fær grænt ljós hjá Lyfjastofnun Evrópu Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með útgáfu skilyrts markaðsleyfis fyrir bóluefni bresk-sænska lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. 29.1.2021 15:19
Vikið úr ráðum borgarinnar í kjölfar ummæla sinna um borgarstjóra Ólafur Guðmundsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun víkja úr þeim ráðum sem hann situr í hjá borginni. Þetta staðfestir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við fréttastofu. 29.1.2021 13:22
Endurráðinn níu mánuðum eftir að hann hætti af persónulegum ástæðum Guðmundur Kristjánsson hefur verið endurráðinn sem forstjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Brims en hann lét af störfum sem forstjóri í lok apríl á síðasta ári. 29.1.2021 12:27
Marel kaupir 40% hlut í Stranda Prolog Marel hefur lokið kaupum á 40% hlut í Stranda Prolog, norskum framleiðanda hátæknilausna fyrir laxaiðnað. Þá hafa Marel og Stranda Prolog gert með sér samkomulag um stefnumótandi samstarf. 29.1.2021 11:55