Fossar nýr fjárfestingarbanki Fossar markaðir hafa fengið starfsleyfi sem fjárfestingabanki hjá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands og fengið nafnið Fossar fjárfestingarbanki hf. Fossar voru stofnaðir árið 2015 og þjónusta innlenda og erlenda fjárfesta á sviði markaðsviðskipta, fyrirtækjaráðgjafar og eignastýringar. 1.6.2022 11:09
Ógiltu ákvörðun ESA sem gaf grænt ljós á ríkisaðstoð til Farice EFTA-dómstólinn hefur fellt úr gildi ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) um að aðstoð til Farice ehf. vegna fjárfestingar í sæstreng frá Íslandi til Evrópu fæli í sér ríkisaðstoð sem samræmdist framkvæmd EES-samningsins. 1.6.2022 10:33
130 milljarða halli á ríkissjóði Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. 31.5.2022 16:18
Gunnar Zoëga leiðir sameinað félag Opinna Kerfa og Premis Upplýsingatæknifyrirtækin Opin Kerfi og Premis hafa sameinast undir merkjum OK. Félögin undirrituðu samning um sameiningu í janúar og lá samþykki Samkeppniseftirlitsins fyrir um mánuði síðar. 31.5.2022 10:16
Útlendingastofnun vísar frásögn flóttakonu frá Úkraínu á bug Útlendingastofnun hafnar frásögn úkraínskrar konu sem flúði hingað til lands vegna innrásar Rússa og hefur gagnrýnt móttöku stjórnvalda. 29.5.2022 15:28
Nepalskrar flugvélar saknað með 22 innanborðs Lítillar farþegaflugvélar á vegum nepalska flugfélagsins Tara Airlines er saknað en 22 eru um borð í vélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir. Flugvélin hvarf klukkan 9:55 að staðartíma í morgun. 29.5.2022 10:32
Efnahagsmál, hatursorðræða og skotárásir í Bandaríkjunum Staðan í efnahagsmálum, hatursorðræða, nýtt útlendingafrumvarp og skotárásir í Bandaríkjunum verða til umræðu í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 29.5.2022 10:00
George Shapiro látinn George Shapiro, umboðsmaður, framleiðandi og annar stofnanda umboðsskrifstofunnar Shapiro/West & Associates, er látinn 91 árs að aldri. 29.5.2022 09:19
Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. 29.5.2022 08:11
Hiti fer yfir tuttugu stig Bjart veður verður víða um land í dag og á morgun og fer hiti yfir tuttugu stig syðra þegar best lætur. Spáð er norðlægri eða breytilegri átt, þremur til átta metrum á sekúndu og víða bjartviðri, en skýjað með köflum vestast og sums staðar þokuloft við ströndina með kvöldinu. 29.5.2022 07:44