Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Fjandinn laus þessa nóttina“

„Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina.

Slökktu eld á raf­hlaupa­hjóla­leigu í Skútu­vogi

Eldur kviknaði á rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði í Skútuvogi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Talin var hætta á ferðum og allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á svæðið.

Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferða­lag

Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt.

Finna til mikillar ábyrgðar

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool og Real Madrid eigast við fer fram í kvöld. Hérlendis má finna fjölda stuðningsmanna Liverpool sem vona ekkert heitar en að lið þeirra vinni.

34 milljónum króna ríkari

Fyrsti vinningur í Lottó gekk út í kvöld og vann einn heppinn miðahafi um 34,1 milljónir króna. Miðinn var keyptur á vef Lottós.

Mynduðu nýjan meiri­hluta í Fjalla­byggð

A-listi Jafnaðarfólks og óháðra hefur myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar með Sjálfstæðisflokknum. Oddvitar flokkanna skrifuðu undir meirihlutasamning í dag en Sjálfstæðisflokkurinn myndaði meirihluta með I-lista Betri Fjallabyggðar á seinasta kjörtímabili.

Vaktin: Hóp­fjár­mögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínu­menn

Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum.

Loka BioBorgara til að elta drauminn

Veitingastaðurinn BioBorgari við Vesturgötu í Reykjavík lokar dyrum sínum í seinasta sinn á sunnudag eftir um fimm ára rekstur. Hamborgarastaðurinn, sem rekinn er af Vífli Rúti Einarssyni og eiginkonu hans Alejandra Hernandéz, hefur markað sér þá sérstöðu að nota fyrst og fremst lífrænt hráefni.

Sjá meira