„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. 13.4.2022 21:17
Vilhjálmur tekur upp hanskann fyrir Sólveigu Mikil umræða hefur farið fram um hópuppsögn alls starfsfólks á skrifstofu Eflingar og hefur aðgerðin víða verið harðlega gagnrýnd. Formaður Starfsgreinasambandsins, hefur nú stigið fram og tekið upp hanskann fyrir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og segist treysta því að vel verði staðið að hópuppsögninni. 13.4.2022 18:41
Vaktin: Taldir hafa grandað einu helsta flaggskipi rússneska sjóhersins Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. 13.4.2022 16:35
Minnst tíu skotnir og 29 fluttir á sjúkrahús Minnst 29 voru fluttir á sjúkrahús í dag eftir að maður með gasgrímu henti reyksprengju inn í neðanjarðarlest á háannatíma í Brooklyn í New York og hóf skothríð. 13.4.2022 00:00
Arna Dögg nýr yfirlæknir líknarlækninga Arna Dögg Einarsdóttir hefur verið ráðin nýr yfirlæknir líknarlækninga á Landspítala og tekur við stöðunni þann 1. maí 2022. Hún hefur starfað við líknarlækningar frá árinu 2010 við líknardeild spítalans, í sérhæfðri líknarheimaþjónustu og líknarráðgjafateymi. 12.4.2022 23:19
Mikil skjálftavirkni mælist á Reykjanesskaga Nokkur skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í kvöld og hafa mælst minnst þrír skjálftar um og yfir þremur að stærð. Að sögn náttúruvársérfræðings er um að ræða jarðskjálftahrinu sem hófst um klukkan 21:21 með skjálfta að stærð 3,9 um sjö kílómetrum norðaustur af Reykjanestá. Í kjölfarið komu allavega tveir aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og töluverð smáskjálftavirkni. 12.4.2022 21:51
Vann 40 milljónir króna Einn heppinn miðaeigandi vann 40 milljónir króna í Happdrætti Háskólans þegar dregið var í kvöld. Potturinn í Milljónaveltunni svokölluðu var fjórfaldur að þessu sinni og fékk eigandinn því 40 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. 12.4.2022 20:43
Nýjar upplýsingar um bankasöluna staðfesti það sem óttast var Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýjar upplýsingar benda til að stór hluti fjárfesta hafi tekið þátt í útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka í þeim eina tilgangi að tryggja sér skjótfenginn gróða. Hún telur eðlilegt að fjármálaráðherra segi af sér vegna málsins og komið verði á fót óháðri rannsóknarnefnd. 12.4.2022 20:16
Telja að bensínsprengja hafi verið notuð til að kveikja í húsnæði velferðarsviðs Eldur kviknaði í húsakynnum velferðarsviðs Kópavogsbæjar í nótt og er sterkur grunur um íkveikju. Skrifstofa sviðsins var lokuð í dag vegna þessa og telur lögregla að bensínsprengja, eða svokallaður molotov-kokteill, hafi verið notaður til að kveikja eldinn. 12.4.2022 18:02
Settu stolnu styttuna í geimflaug og segja hana rasískt verk Bronsstyttan eftir Ásmund Sveinsson af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni sem var stolið af stöpli á Laugarbrekku birtist skyndilega fyrir utan Nýlistasafnið um helgina. Hún hefur nú verið færð í nýjan búning og segja ábyrgðarmenn um rasíska styttu að ræða sem beri helst að skjóta á brott út í geim. 11.4.2022 22:56