Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28.4.2022 09:03
Sýnatakan færð af Suðurlandsbraut yfir í Mjóddina Sýnataka vegna Covid-19 á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) mun færast af Suðurlandsbraut í Mjóddina á föstudag. Þar mun hún fara fram í anddyri húsnæðis heilsugæslunnar að Álfabakka 16. 27.4.2022 15:51
Gert að greiða konu 3,5 milljónir vegna slyss í Sundhöll Reykjavíkur Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða konu 3.529.622 krónur í skaðabætur auk vaxta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakka í Sundhöll Reykjavíkur. 27.4.2022 15:21
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27.4.2022 11:25
Breytingar á framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar Þrír einstaklingar koma nýir inn í framkvæmdastjórn Ölgerðarinnar samkvæmt nýju skipuriti. María Jóna Samúelsdóttir hefur tekið við framkvæmdastjórastöðu Danól, Guðmundur Pétur Ólafsson við stöðu framkvæmdastjóra sölusviðs óáfengra drykkja og Óli Rúnar Jónsson leiðir markaðssvið. 27.4.2022 10:36
Arnar biðst afsökunar eftir Vikuna með Gísla Marteini „Þó ég sé vel vanur að koma fram í sjónvarpi þá er ég ekki vanur umræðu á opinberum vettvangi um málefni er varðar kynþáttamisrétti og svör mín gætu hafa komið þannig út eins og ég væri ekki alveg í takt við raunveruleikann.“ 27.4.2022 09:44
Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar svara fyrir söluna á Íslandsbanka Fjárlaganefnd Alþingis heldur opinn fund í dag um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Fundurinn hefst klukkan 9 og stendur til 11. 27.4.2022 08:31
Icelandair boðar aftur tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur Icelandair stefnir að því hefja á ný flugferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar og stórauka samtengingu innan- og utanlandsflugs. 26.4.2022 15:59
Ríkinu gert að greiða sex milljónir í skaðabætur vegna ferðagjafarinnar Íslenska ríkið var á dögunum dæmt til að greiða Sigurjóni Erni Kárasyni og Steinari Atla Skarphéðinssyni hvorum um sig 3.087.600 krónur í skaðabætur, auk vaxta og dráttarvaxta fyrir að hafa ekki efnt til útboðs á tæknilegri útfærslu fyrir ferðagjöf stjórnvalda. Þá var ríkið dæmt til að greiða hvorum þeirra 400 þúsund krónur í málskostnað. 26.4.2022 14:29
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. 26.4.2022 11:15