SE heimilar samruna Ferðaskrifstofu Íslands og Heimsferða Samkeppniseftirlitið (SE) hefur heimilað kaup Ferðaskrifstofu Íslands á rekstri Heimsferða á grundvelli sáttar sem fyrirtækin hafa gert við eftirlitið. Fyrir heimsfaraldur fóru þrjár ferðaskrifstofur með 75 til 80% markaðshlutdeild á markaði fyrir sölu pakkaferða frá Íslandi. Fyrirtækin verða nú tvö en hinn stóri aðilinn er Icelandair samstæðan. 26.4.2022 09:43
Össur hagnaðist um 1,2 milljarða króna Stoðtækjaframleiðandinn Össur hagnaðist um níu milljónir bandaríkjadala, jafnvirði 1,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta ársfjórðungi 2022. Sala nam alls 170 milljónum bandaríkjadala, eða 21,8 milljörðum króna. Söluvöxtur nam 10% í staðbundinni mynt og innri vöxtur var 6% á ársfjórðungnum. 26.4.2022 08:30
844 frá Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd Alls hafa 844 einstaklingar með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá því að stríðið hófst í landinu þann 24. febrúar. Hópurinn skiptist í 449 konur, 234 börn og 161 karl. 25.4.2022 16:13
Sé rangt hjá Bjarna að enginn hafi getað selt strax með tíu milljóna hagnaði Páll Magnússon segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra hafa farið með rangt mál þegar hann gerði lítið úr frásögn um að einstaklingur hafi grætt tíu milljónir á innan við sólarhring með því að selja bréf í Íslandsbanka sem hann keypti í útboði Bankasýslunnar. Fjármálaráðherra segir sögu Páls hafa tekið breytingum. 25.4.2022 13:53
Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins Óvenju margir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022 þegar 760 einstaklingar létust á Íslandi samkvæmt tölum Hagstofunnar. Ekki hafa verið fleiri dauðsföll á einum ársfjórðungi frá því að byrjað var að birta slíkar tölur á fjórða ársfjórðungi 2009. 25.4.2022 11:08
Hrönn nýr framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og tekur við af Huld Magnúsdóttur, sem lætur af störfum að eigin ósk um næstu mánaðamót. 25.4.2022 10:44
Elon Musk og stjórn Twitter nálgist samkomulag um sölu á samfélagsmiðlinum Twitter og Elon Musk nálgast nú samkomulag um að selja samfélagsmiðilinn til auðkýfingsins. Þetta hefur The New York Times eftir tveimur ónefndum heimildarmönnum sem eru sagðir þekkja stöðu mála. 25.4.2022 08:44
Vigdís gerir upp stjórnmálaferilinn: „Konur eru konum verstar“ Vigdís Hauksdóttir, fráfarandi oddviti Miðflokksins í Reykjavík, segir brátt skilið við viðburðarríkan stjórnmálaferil sinn og stígur út í óvissuna. 21.4.2022 09:00
Magnea Gná nýr formaður Ung Framsókn í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir var kjörin formaður Ung Framsókn í Reykjavík á aðalfundi félagsins í dag. Magnea tekur við embættinu af Írisi Evu Gísladóttur sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Nýkjörinn formaður gegnir 3. sæti á lista Framsóknar í borginni. 20.4.2022 23:37
Þykir leitt að saklaus drengur hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu Embætti ríkislögreglustjóra þykir leitt að drengur, sem hafði ekkert unnið sér til sakar, hafi dregist inn í aðgerðir lögreglu í tengslum við leitina að Gabríel Douane Boama. 20.4.2022 21:43