Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Akureyrarbær skilaði óvæntum 752 milljóna afgangi

Rekstur Akureyrarbæjar gekk mun betur á síðasta ári en áætlanir gerðu ráð fyrir og var samstæða bæjarins rekin með 752 milljóna króna afgangi. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 1.184 milljarða króna tapi.

Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka

Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. 

Upp­færa sýkingar­­tölur sjaldnar en áður

Tekin hefur verið ákvörðun um að uppfæra tölulegar upplýsingar á vefnum Covid.is sjaldnar og verða upplýsingar um fjölda smitaðra nú einungis uppfærðar tvisvar í viku. Breytingin tók gildi í gær en undanfarið hafa tölurnar verið uppfærðar alla virka daga.

Björg­ólfur Thor og Davíð taka stökk á milljarða­mæringa­lista For­bes

Björgólfur Thor Björgólfsson fjárfestir tekur stökk á nýjum milljarðamæringalista Forbes og hækkar úr 1.444. sæti í það 1.238. milli ára. Forbes metur nú auðæfi Björgólfs Thors á 2,5 milljarða bandaríkjadala eða um 323 milljarða íslenskra króna. Aukast þau um 300 milljónir bandaríkjadala milli ára.

Vilja reisa nýtt gagna­ver á Akur­eyri

Forstjóri atNorth og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um byggingu og rekstur gagnavers á Akureyri. Fyrirtækið hyggst leigja lóð undir starfsemina á skipulögðu athafnasvæði í útjaðri bæjarins og stefnir á að hefja framkvæmdir þar á næstu mánuðum.

Fjárfestinga­fé­lag erfingja endaði í 49 milljarða gjald­þroti

Skiptum á þrotabúi fjárfestingafélagsins Icecapital ehf. lauk 28. mars síðastliðinn en búið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars 2012 eða fyrir rúmum tíu árum. Almennar kröfur í búið námu alls 49,6 milljörðum króna en upp í þær fengust einungis 438,7 milljónir, eða 0,88 prósent.

Sjá meira