Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Þver­tekur fyrir að Fram­sókn sé rasískur flokkur

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra þvertekur fyrir að Framsókn sé á einhvern hátt rasískur flokkur og segir það duga þingflokki Framsóknar að Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður flokksins, hafi beðist afsökunar á ummælum sínum um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna.

Ekki komið til um­ræðu að slíta ríkis­stjórnar­sam­starfinu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist hafa orðið mjög döpur vegna þeirra særandi ummæla sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra viðhafði um Vigdísi Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, á Búnaðarþingi. Ekki hafi komið til umræðu innan Vinstri grænna að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu hyggist Sigurður Ingi sitja áfram í ráðherrastól.

Mjólkur­vörur hækka aftur í verði

Verðlagsnefnd búvara hefur hækkað lágmarksverð mjólkur til bænda auk heildsöluverðs mjólkur og mjólkurafurða sem nefndin verðleggur. Lágmarksverð fyrsta flokks mjólkur til bænda hækkaði um 6,60 prósent úr 104,96 krónur á lítrann í 111,89 krónur á lítrann þann 1. apríl.

Rúm­lega helmingur hlynntur af­glæpa­væðingu vörslu neyslu­skammta

Rúmlega helmingur Íslendinga er hlynntur afglæpavæðingu vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar sem framkvæmd var af Prósent þar sem svarendur voru spurðir „Hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur)(t) ert þú afglæpavæðingu á vörslu neysluskammta fíkniefna á Íslandi?“

Aldrei fleiri að­fluttir Ís­­lendingar um­­­fram brott­flutta

Fleiri fluttust til Íslands en frá landinu á árinu 2021 eða 4.920. Flutningsjöfnuður eykst nokkuð frá árinu 2020 þegar aðfluttir umfram brottflutta voru 2.435. Flutningsjöfnuður íslenskra ríkisborgara aldrei verið hærri en alls fluttu 828 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því á seinasta ári. Talan var 557 árið 2020.

Skiluðu púltunum og pökkuðu loks saman eftir seinasta fund

Smitrakningateymi almannavarna og landlæknis var formlega lagt niður síðasta fimmtudag en alls hafa 112 starfað við rakningu frá því faraldurinn hófst hér á landi. Öll aðstaða fyrir upplýsingafundi hefur nú verið tekin niður en samskiptastjóri almannavarna segir best að sleppa yfirlýsingum um seinasta upplýsingafundinn að fenginni reynslu.

Sjá meira