Bjössi Thor er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar Gítarleikarinn Björn Thoroddsen hefur verið valinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2022. Björn, eða Bjössi Thor eins og hann er gjarnan kallaður, hefur síðastliðna áratugi verið einn helsti djasstónlistarmaður landsins og hlotið ýmsar viðurkenningar sem slíkur. Hann fær 1,5 milljónir króna í viðurkenningarskyni. 20.4.2022 20:09
Sigurður Guðmundsson látinn 53 ára að aldri Sigurður Guðmundsson, athafnamaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akureyri, er látinn. Sigurður fæddist í Kaupmannahöfn þann 8. mars 1969 en bjó lengst af á Akureyri. Hann var aðeins 53 ára að aldri. 20.4.2022 19:18
Slasaðist á sexhjóli í Tálknafirði Karlmaður slasaðist í sexhjólaslysi í Tálknafirði, utan við pollinn svokallaða, í dag og var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. 20.4.2022 18:53
Réðu flóttamann frá Úkraínu til starfa Roman Drahulov hefur verið ráðinn til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann flúði nýverið frá heimalandi sínu Úkraínu vegna stríðsástandsins í landinu. Roman er á 23. aldursári og um leið yngsti núverandi starfskraftur hafnarþjónustunnar. Hann er jafnframt fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn er til Faxaflóahafna. 20.4.2022 18:18
Kristján Einar sá sem handtekinn var á Spáni Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu. 20.4.2022 17:44
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19.4.2022 16:01
EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur. 19.4.2022 14:57
„Ef það á að leggja niður bankasýsluna þá þarf að leggja niður ráðherra“ Sitt sýnist hverjum um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja Bankasýslu ríkisins niður í tilraun til að lægja pólitíska storminn sem ríkir um nýafstaðna sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta. 19.4.2022 14:09
Einum erfiðasta vetri Landsvirkjunar loks lokið Landsvirkjun hefur afnumið allar skerðingar til raforkukaupenda en vatnsstaðan í miðlunarlónum fyrirtækisins fer hratt batnandi. Í ljósi þess hefur Landsvirkjun nú tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra séu afturkallaðar. 19.4.2022 11:25
Advania kaupir Azzure IT Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar. 19.4.2022 10:48