Farþega Condor-vélarinnar leið eins og íslensk stjórnvöld hafi tekið hann í gíslingu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 16:21 Að sögn lögreglu var neyðaráætlun vegna flugverndar virkjuð á Keflavíkurflugvelli eftir að tilkynningin barst um sprengjuhótun. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Farþegi um borð í flugvél sem lent var óvænt á Keflavíkurflugvelli á mánudag vegna sprengjuhótunar segist í fyrstu ekki hafa fengið neinar skýringar frá lögreglunni og liðið eins og hann hafi verið tekinn til fanga. Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í myndskeiði sem hann birtir á miðlinum TikTok sýnir hann frá því þegar farþegar voru fluttir úr vélinni í flugskýli, þeir myndaðir af lögreglu og farangur þeirra fjarlægður. Um var að ræða farþega um borð í farþegaþotu þýska flugfélagsins Condor sem var á leið frá Frankfurt til Seattle í Bandaríkjunum. Flugvélinni var snúið við yfir Grænlandi síðdegis á mánudag eftir að áhöfn tilkynnti að einhver hafi skrifað enska orðið bomb, eða sprengja, á spegil inn á salerni vélarinnar. @winniethejroo what a crazy experience.. still here in iceland will update soon wish me luck Stranger Things - Kyle Dixon & Michael Stein Engin sprengja fannst um borð „Ég var tekinn í gíslingu af íslenskum stjórnvöldum,“ skrifar farþeginn sem gengur undir heitinu Winnie The Jroo á TikTok þegar hann er kominn um borð í rútu á flugbraut Keflavíkurflugvallar. Í bakgrunni sjást lögreglumenn framkvæma líkamsleit á öðrum farþegum. Næst segir hann að lögregla hafi skipt farþegunum upp í hópa og bannað þeim að fara á salernið án þess að veita nokkrar upplýsingar um það hvers vegna fólkið var statt á Íslandi. Síðar fékk hann að vita að aðgerðir lögreglunnar hafi komið til vegna tilkynningar um sprengjuhótun. Greint hefur verið frá því að engin sprengja hafi fundist um borð í flugvélinni og sagði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, síðdegis í gær að ekki væri vitað hver bæri ábyrgð á hótuninni. Rúm milljón manna hafa horft á myndbandið á TikTok þegar þetta er skrifað en Winnie The Jroo er með 1,5 milljónir fylgjenda á miðlinum.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46 Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07 Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinnn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26. júlí 2022 20:46
Ekkert hafi fundist en rannsóknarvinna haldi áfram Lögregla hefur nú lokið rannsóknarvinnu á vettvangi vegna flugvélarinnar sem lenti á Keflavíkurflugvelli í dag vegna sprengjuhótunar. 25. júlí 2022 22:07
Lent á Keflavíkurflugvelli vegna sprengjuhótunar Flugvél lenti á Keflavíkurflugvelli klukkan 16:22 í dag vegna sprengjuhótunar. Vélin var á leið frá Frankfurt til Seattle og var henni snúið við yfir Grænlandi. 25. júlí 2022 17:45