Gunnar Egill nýr forstjóri Samkaupa Gunnar Egill Sigurðsson hefur verið ráðinn nýr forstjóri Samkaupa og tekur við af Ómari Valdimarssyni sem hefur gegnt stöðunni undanfarin þrettán ár. Gunnar Egill hefur starfað sjá fyrirtækinu í tuttugu ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri verslunarsviðs. 4.3.2022 12:09
SaltPay fjárfestir í Dineout Fjármálafyrirtækið SaltPay hefur fjárfest í Dineout og er komið inn í eigendahóp fyrirtækisins. Samningur þess efnis var undirritaður í dag. 4.3.2022 10:31
Skemmdarverk unnin á rússneska sendiherrabústaðnum Skemmdarverk hafa verið unnin á húsi rússneska sendiráðsins við Garðastræti í Reykjavík. Lögreglu barst tilkynning fyrir hádegi í dag um að spreyjað hafi verið á vegg sendiherrabústaðsins. 3.3.2022 14:23
Líklega gífurlegt högg fyrir rússneska herinn Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja í Úkraínu. Andrei Sukhovetsky mun hafa barist í Georgíu, Téténíu, Sýrlandi og tekið þátt í innrás Rússa í Krímskaga 2014. 3.3.2022 13:32
IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. 3.3.2022 13:05
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3.3.2022 09:44
Ál- og gasverð í hæstu hæðum Miklar hækkanir hafa orðið á eldsneytismörkuðum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða gegn Rússlandi. Tunnan af hráolíu kostar nú meira en 110 Bandaríkjadali og hefur verð jarðgass hefur aldrei verið hærra í Evrópu. 2.3.2022 15:56
Kom að því að Lilja greindist með Covid-19 Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur greinst með Covid-19. Hún segist að mestu vera einkennalaus en ætla að vinna heima næstu daga af tillitsemi við aðra. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni. 2.3.2022 13:51
Gagnsæi bjargað 1.200 tonnum frá urðun Urðun hefur dregist saman um 1.200 tonn á ársgrundvelli eftir að fólk var krafið um að mæta með óflokkaðan úrgang í glærum plastpokum á endurvinnslustöðvar Sorpu. 2.3.2022 13:22
67,6 milljarða lakari viðskiptajöfnuður 44,2 milljarða króna halli var á viðskiptajöfnuði við útlönd á fjórða ársfjórðungi 2021. Niðurstaðan er 61,2 milljarða lakari en ársfjórðunginn á undan og 67,6 milljarða lakari en á sama tímabili árið 2020. 2.3.2022 11:34