Sárt að fylgjast með úr fjarlægð og vill refsiaðgerðir gegn ólígörkum Úkraínumaðurinn Naz Davidoff segir erfitt og sársaukafullt að fylgjast með átökunum í Úkraínu úr fjarlægð frá Íslandi. Hann hefur verið í nánu sambandi við vini og ættingja sína í landinu í dag og hefur áhyggjur af öryggi þeirra. 24.2.2022 16:13
Draga tilkynningu um dauðsfall af völdum Covid-19 til baka Ekki er lengur talið að Covid-19 hafi átt afgerandi þátt í andláti einstaklings sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri um seinustu helgi. Þetta kemur fram í leiðréttingu frá viðbragðsstjórn spítalans sem hafði greint frá því að um væri að ræða fyrsta dauðsfallið þar af völdum faraldursins. 24.2.2022 14:03
Hlutabréfamarkaðir rauðir en olía og gull rýkur upp Verðið á Brent Norðursjávarolíu er komið upp fyrir hundrað Bandaríkjadali á tunnuna í fyrsta skipti frá árinu 2014 í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu sem talið er að geti haft áhrif á framboð olíu. 24.2.2022 11:21
Veruleiki fólks í Úkraínu Árásir rússneskra hersveita hafa kollvarpað lífi íbúa í Úkraínu. Greint hefur verið frá því að Rússar hafi skotið flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Þá hefur stór hópur hermanna einnig ráðist inn í landið. 24.2.2022 09:02
Faraldurinn valdi áfram miklum erfiðleikum og toppnum ekki enn náð Covid-19 veldur áfram miklum erfiðleikum víða í samfélaginu vegna mikillar útbreiðslu en alvarleg veikindi eru fátíðari en áður. Undanfarna daga hafa greinst á milli 2.100 og 2.800 innanlands en alvarlegum veikindum hefur hins vegar ekki fjölgað sem því nemur. 23.2.2022 16:27
Fanney Rós skipuð ríkislögmaður fyrst kvenna Forsætisráðherra hefur skipað Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur ríkislögmann frá og með 28. febrúar næstkomandi. Hún er fyrsta konan sem skipuð er í embætti ríkislögmanns. 23.2.2022 15:18
Aflétta öllum takmörkunum á föstudag Öllum sóttvarnatakmörkunum verður aflétt frá og með föstudeginum 25. febrúar, bæði innanlands og á landamærunum. Sömuleiðis fellur krafa um einangrun þeirra sem sýkjast af Covid-19 úr gildi. 23.2.2022 13:27
66 fasteignir einstaklinga seldar nauðungarsölu í fyrra Alls voru 66 fasteignir í eigu einstaklinga seldar með nauðungarsölu árið 2021 samkvæmt upplýsingum frá sýslumannsembættum. Um er að ræða mál sem luku með afsali á árinu. 23.2.2022 11:59
Hætta nær alfarið notkun PCR-prófa Ekki verður lengur í boði fyrir fólk með einkenni Covid-sýkingar að panta PCR-sýnatöku. Vegna mikils álags við greiningu verður notkun PCR-prófa nær alfarið hætt og hraðgreiningarpróf einungis í boði fyrir almenning. Fólk sem greinist með Covid-19 er ekki lengur skylt að fara í einangrun. 23.2.2022 11:05
186 lík fundist í Petrópolis Viku eftir að flóð og skriðuföll lögðu brasilísku borgina Petrópolis í rúst er talið að minnst 186 hafi farist í hamförunum. 69 einstaklinga er enn saknað að sögn lögreglu. Sú tala hefur farið lækkandi á seinustu dögum samhliða því að kennsl hafa verið borin á fleiri lík og aðrir fundið ástvini sína heila á húfi. 23.2.2022 09:23