Fresta erlendri markaðsherferð vegna átakanna í Úkraínu Íslandsstofa hefur seinkað erlendri markaðsherferð sem til stóð að gangsetja í dag vegna stríðsátakanna við landamæri Úkraínu og Rússlands. 23.2.2022 08:38
Nær aldrei bæst við fleiri íbúðir en í fyrra Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil. 22.2.2022 16:11
Jáeindaskanninn bilaði á einkar óheppilegum tíma Bilun kom upp í jáeindaskanna Landspítalans 15. febrúar og er von á því að hann komist aftur í notkun á föstudag. Þurft hefur að fresta rannsóknum á rúmlega tuttugu sjúklingum vegna þessa. 22.2.2022 15:29
Arnór hættir sem forstjóri Menntamálastofnunar og fær starf í ráðuneytinu Arnór Guðmundsson mun láta af störfum sem forstjóri Menntamálastofnunar (MMS) og byrja hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu þann 1. mars næstkomandi. 22.2.2022 13:44
Guðbjörg Sæunn frá Veitum til Einingaverksmiðjunnar Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Einingaverksmiðjunnar ehf. Hún tekur við af Sigurbirni Óla Ágústssyni sem hefur gegnt starfinu síðustu 28 ár. 22.2.2022 11:49
Ekki allt sem sýnist varðandi hækkun eldsneytisverðs Eldsneytisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu misseri samhliða hækkunum á erlendum olíumörkuðum. Þrátt fyrir að greint hafi verið frá því að verð á bensíni og dísilolíu hafi aldrei verið hærra í krónum talið hér á landi segir það þó ekki alla söguna. 22.2.2022 11:20
Arion banki hækkar óverðtryggða vexti Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%. 22.2.2022 09:35
Ísland ekki í næsta hópi HBO Max Fimmtán Evrópulönd fá aðgang að streymisveitunni HBO Max þann 8. mars næstkomandi en þeirra á meðal eru Pólland, Portúgal, Rúmenía og Holland. 22.2.2022 09:26
Bíða eftir afdrifaríku svari Pútíns á meðan spennan magnast við landamæri Úkraínu Vladimir Pútin, forseti Rússlands, íhugar nú hvort hann muni svara ákalli um að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu. Þessu lýsti hann yfir á fundi með öryggisráði sínu í dag. 21.2.2022 16:39
„Ég er hrædd um að þessi vika verði svolítið skrýtin“ Leikskólastjóra í Stykkishólmi leist ekki á blikuna í gær þegar tilkynningar um fjarveru starfsmanna byrjuðu að hrannast inn hver af annarri. Alls vantaði 16 af 26 starfsmönnum í morgun en flestir eru ýmist í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu PCR-sýnatöku. 21.2.2022 15:20