Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. 21.2.2022 14:34
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af kjúklingi frá Reykjagarði vegna gruns um salmonellusmit. Fyrirtækið hefur innkallað framleiðslulotuna. 21.2.2022 13:38
Lýsa eftir Sigurði Kort Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Kort Hafsteinssyni sem er 65 ára. Hann er 184 sentimetrar á hæð, grannvaxinn og með grásprengt hár. 21.2.2022 10:55
Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla. 21.2.2022 09:25
Lindsey Erin Pearlman fannst látin í Los Angeles Bandaríska leikkonan Lindsey Erin Pearlman fannst látin í Los Angeles á föstudag. Hún hefur meðal annars farið með hlutverk í sápuóperunni General Hospital og gamanþáttunum American Housewife. 21.2.2022 08:49
Hækkaði um tíu milljónir á þremur mánuðum: „Hvernig á fólk að gera þetta?“ Hjón í fasteignaleit segja það lyginni líkast að ásett verð íbúðar sem þau hafi gert tilboð í fyrir þremur mánuðum hafi síðan hækkað um tíu milljónir króna. Seljandinn, sem vill nú fá 8,6 milljónum meira fyrir íbúðina en hann greiddi í desember, segir að fólki sé frjálst að gera tilboð. 18.2.2022 07:00
Hafi verið að verja sjálfan sig þegar hann skaut níu ára stelpu til bana Verjendur karlmanns sem er sakaður um að hafa skotið níu ára stúlku segja hann einungis hafa verið að verja sjálfan þegar hann skaut í áttina að ræningja sem ógnaði honum með byssu. 18.2.2022 00:05
Ómar Stefánsson vill fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Ómar Stefánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem fer fram 12. mars. 17.2.2022 23:17
Þurfi að þola að lögreglan rannsaki mál þar sem grunur sé um lögbrot Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gefur lítið fyrir viðbrögð stéttarfélaga blaðamanna við fyrri ummælum hans. Hann segir enn margt óljóst í máli fjögurra blaðamanna sem hafi verið boðaðir til yfirheyrslu í tengslum við umfjöllun um svokallaða skæruliðadeild Samherja. 17.2.2022 19:20
Minnst 94 farist í brasilísku borginni Petrópolis Minnst 94 hafa farist í skriðuföllum og skyndiflóðum í brasilísku borginni Petrópolis eftir að fossandi rigning skall á svæðinu sem staðsett er í fjallgarði norður af Rio de Janeiro. 16.2.2022 23:57