Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Íslandsferð ofurparsins Idris og Sabina Elba vekur athygli

Enski leikarinn Idris Elba og fyrirsætan Sabina Elba voru stödd á Íslandi á Valentínusardaginn. Sabina deilir myndskeiði úr ferðinni á Instagram-síðu sinni og virðist sem hjónin hafi verið hæstánægð með dvöl sína á The Retreat, fimm stjörnu lúxushóteli Bláa lónsins í Grindavík.

Sýn hagnaðist um tvo milljarða á seinasta ári

Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn hf. hagnaðist um 2,10 milljarða króna á seinasta ári samanborið við 405 milljóna króna tap árið 2020. Innifalið í hagnaði ársins 2021 er hagnaður af sölu óvirkra innviða en bókfærður söluhagnaður að frádregnum kostnaði við söluna var 2,55 milljarðar króna.

Sól­veig Anna aftur kjörin for­maður Eflingar

Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar.

Fimm hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022

Fimm einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2022 við hátíðlega athöfn á Grand hóteli í dag. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í þrettánda sinn sem þau eru afhent. 

Teitur Björn verður að­stoðar­maður Jóns Gunnars­sonar

Teitur Björn Einarsson, lögfræðingur og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Hann tekur við af Hreini Loftssyni sem hætti sem aðstoðarmaður Jóns um miðjan desember eftir einungis tvær vikur í starfi.

Sjá meira