Ráðherrar hafa ekki ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar Dómsmálaráðherra segist ekki hafa ríkar áhyggjur af stöðu Landhelgisgæslunnar. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir ljóst að það hafi þurft að bæta í reksturinn. 11.2.2019 19:30
Björguðu lífi samstarfskonu sinnar: „Ég væri ekki hér ef ekki væri fyrir þær“ Kona sem fór í hjartastopp á líf sitt að launa þremur samstarfskonum sínum sem björguðu lífi hennar. Tvísýnt var í nokkra daga hvort hún myndi lifa af en Rauði krossinn heiðraði samstarfskonur hennar í dag fyrir skyndihjálparafrek. 11.2.2019 13:16
Risastór verkefni blasi við í breyttri heimsmynd Varnir landsins eru berskjaldaðar og auðlindum og lífríki hafsins er stefnt í hættu þar sem lágmarksviðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er ekki tryggð. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu Landhelgisgæslunnar sem kynnt var í þjóðaröryggisráði í nóvember. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að þegar sé verið að bregðast við með ýmsum hætti en risavaxið verkefni blasi við ríkjum heims vegna þeirrar breyttu heimsmyndar sem blasi við. 11.2.2019 13:03
May biður um lengri tíma Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma. 10.2.2019 10:17
Kuldastillan staldrar stutt við Víðast hvar er hæglætis veður en færð er enn mjög þung á Austurlandi samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Unnið er að snjómokstri um land allt. Útlit er fyrir breytilega átt þrjá til átta metra á sekúndu og víða þurrt og bjart veður að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Kuldastillan mun þó ekki að staldra lengi við. 10.2.2019 09:05
Hætt kominn í sundlaug í Austurbænum Það var nóg um að vera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Maður var hætt kominn í sundlaug í Austurbænum í gærkvöldi en hann var með meðvitund þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði. 10.2.2019 08:32
Smáhýsi fyrir heimilislausa rísa meðal annars við Héðinsgötu Öllum ellefu tilboðunum sem bárust Reykjavíkurborg í útboði um byggingu smáhýsa fyrir heimilislausa var hafnað. Þess í stað ætlar borgin sjálf að hanna húsin og bjóða út byggingu þeirra. Tólf einstaklingar hafa óskað eftir að fá úthlutað smáhýsi en vonir standa til að fyrstu húsin verði tilbúin síðsumars. 7.2.2019 12:02
Telur að grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir mikið áhyggjuefni að vinnuslysum fari fjölgandi meðal starfsmanna hins opinbera. Grípa þurfi til fyrirbyggjandi aðgerða, álag sé of mikið og það sé upplifun starfsfólks að störfin sem hurfu í hruninu hafi ekki skilað sér til baka. 6.2.2019 13:22
Um þriðjungur vinnuslysa í opinbera geiranum Þrátt fyrir fækkun vinnuslysa í byggingariðnaði fer vinnuslysum fjölgandi en þau voru alls um sex þúsund á árunum 2015-2017. Mest hefur aukningin verið meðal opinberra starfsmanna en kulnun og þreyta eru sérstakir áhættuþættir sem gera fólk berskjaldaðra. 5.2.2019 19:45
Vongóður þótt staðan sé tvísýn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ætlar ekki að ræða opinberlega einstakar tölur sem ræddar hafa verið við samningaborðið. Í gær greindu verkalýðsforingjar frá því að SA vilji lækka yfirvinnuálagsprósentu úr 80% í 66%. 5.2.2019 18:45