Hafna meiriháttar breytingum á vinnutímaálagi Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir að tillögum Samtaka atvinnulífsins um breytingar á vinnutímaálagi hafi alfarið verið hafnað. Samtök atvinnulífsins hafa lagt til að yfirvinnuálag verði 66% af dagvinnu en ekki 80% eins og nú er. Samninganefnd SGS mun funda í vikunni þar sem ræddur verður sá möguleiki að vísa deilunni til sáttassemjara. 5.2.2019 12:08
Sjaldgæft en kemur fyrir að hringormar finnist í fólki Hringormur hefur fundist þrettán sinnum í fólki á Íslandi frá árinu 2004 svo vitað sé. Tilfellin má rekja til þess að snæddur hefur verið illa hreinsaður eða lítið eldaður fiskur. Dýrafræðingur segir þó enga þó ástæðu til að óttast það að borða fisk. 4.2.2019 22:00
Vill efla fræðslu um persónuvernd meðal barna Forstjóri Persónuverndar segir nauðsynlegt að stórefla fræðslu um persónuvernd meðal barna. Stofnunin hyggst leita leiða til að auka fræðslu í grunnskólum og jafnvel í leikskólum. 4.2.2019 20:30
„Við höfum nú þegar tvær úr þessum hóp reynt að leggja fram kæru“ Það hefur borið lítinn árangur til þessa að leggja fram kæru á hendur Jóni Baldvini Hannibalssyni og þess vegna hafa konur brugðið á það ráð að lýsa reynslu sinni opinberlega. Þetta segir ein þeirra tuttugu og þriggja kvenna sem birtu sögur sínar af meintum kynferðisbrotum og áreiti af hálfu Jóns Baldvins á bloggsíðu í morgun. 4.2.2019 20:00
Senda formlegt erindi til siðanefndar vegna Klaustursmálsins Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem skipuð voru sem auka varaforsetar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið, senda nú í kvöld formlegt erindi til siðanefndar Alþingis um að nefndin taki málið til skoðunar. Þetta staðfestir Steinunn Þóra í samtali við fréttastofu. 4.2.2019 18:27
Telja TR geta greitt út samkvæmt nýrri reiknireglu strax Öryrkjabandalagið telur ekkert því til fyrirstöðu að Tryggingastofnun greiði örorkulífeyrisþegum út samkvæmt réttum útreikningi vegna búsetu, þegar í stað. Félagsmálaráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að hundruð örorkulífeyrisþega hafi verið hlunnfarnir um yfir hálfan milljarð króna þar sem röng aðferð hafi verið notuð við útreikning. 1.2.2019 20:30
Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum birtar á opnum Instagram-aðgöngum Viðkvæmar myndir og myndbönd af íslenskum unglingum eru birtar á fjölda Instagram-reikninga sem jafnvel eru öllum opnir. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla óttast að stefnumótaforrit sem ætluð eru unglingum séu komin til að vera og því gegni fræðsla lykilhlutverki. 1.2.2019 19:30
Dvaldi sjálfviljugur í fangelsi á Íslandi í tvær vikur Hollenskur sérfræðingur sem bjó meðal fanga á Íslandi í alls tvær vikur segir óvenju jákvætt andrúmsloft ríkja í opnu fangelsunum að Sogni og á Kvíabryggju. Hann segir samskipti fanga og fangavarða hér á landi einkennast af meiri virðingu en hann hafi kynnst í öðrum löndum. 31.1.2019 20:00
Óttast að kröfur um merkingar á rafrettuvökva villi um fyrir neytendum Ætlast er til þess að umbúðir áfyllinga í rafrettur verði allar merktar með viðvörun um innihald nikótíns, hvort sem vökvinn innihaldi nikótín eða ekki, samkvæmt reglugerð sem ráðherra hefur kynnt til umsagnar. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir málið furðulegt og villandi fyrir neytendur. 31.1.2019 18:45
Segir atvinnurekendur vera á undan löggjafanum í baráttunni gegn plastnotkun Frumvarp um bann við burðarplastpokum sem umhverfisráðherra mælti fyrir í gær gengur lengra en Evróputilskipunin sem innleidd verður með frumvarpinu. 31.1.2019 12:15