Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 18:17 Haraldur Johannessen gerði samkomulagið ekki svo löngu áður en hann lét af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga. Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga.
Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent