Elliðaárdalurinn „Central Park Reykjavíkur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, biðlaði til meirihluta borgarstjórnar um að sameinast um að vernda Elliðaárdalinn á fundi borgarstjórnar í dag. Þar standa nú yfir umræður um stöðu Elliðaárdalsins að beiðni Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjóri vísaði því á bug að meirihlutanum sé ekki annt um verndun dalsins. Deilt hefur verið um deiliskipulag á svæði Elliðaárdalsins norðan Stekkjarbakka þar sem meðal annars stendur til að reisa um 4.500 fermetra hvelfingu, eða svokallað Biodome. Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa til að mynda hafið undirskriftasöfnun í þeim tilgangi að reyna að knýja fram íbúakosningu vegna málsins. Undirskriftasöfnunin stendur yfir til 28. febrúar og hafa ríflega 5400 þúsund skrifað undir rafrænt þegar þessi frétt er skrifuð. „Það skýtur skökku við að við þurfum að vera að deila um Elliðaárdalinn,“ sagði Eyþór. Um sé að ræða útivistar- og náttúruperlu innan borgarmarkanna sem allir ættu að hans mati að geta sameinast um að vernda. Máli sínu til stuðnings benti hann á mikilvægi grænna svæða og tók dæmi um stóra almenningsgarðinn Central Park í New York. Í árhundruð hafi borgaryfirvöld í New York staðist freistinguna um að reisa byggingar í Central Park þar sem að samstaða ríki um það að garðurinn gegni mikilvægu hlutverki fyrir borgarsamfélagið. Sömu sögu sé að segja um Elliðaárdalinn. Mikilvægt sé að vernda dalinn, hætt sé við því að þegar rask og byggingar séu leyfðar á grænum svæðum aukist freistingin til að gera slíkt hið sama á fleirum grænum svæðum. „Við þurfum að verja grænu svæðin,“ sagði Eyþór. Auglýsa friðun Elliðaárdalsins á fimmtudaginn Líflegar umræður sköpuðust á fundinum og gripu fulltrúar meirihlutans til varna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri benti á að áform séu uppi um að auka verndun dalsins. Á fimmtudaginn í þessari viku standi til að mynda til að setja í auglýsingu áform um friðun Elliðaárdalsins. Hann rakti málið sem hann sagði eiga sér langa forsögu. Hann rakti nokkur tæknileg atrið málsins og frábað sér ásakanir um að meirihlutanum þætti ekki annt um dalinn. „Við erum að auka friðun í Elliðaárdalnum og eigum að vera stolt af því,“ sagði Dagur. Hann hafi kynnt þessa sýn borgarstjórnar „um okkar Central Park,“ eins og hann orðaði það, með tillögu sem hann hafi sjálfur kynnt árið 2014 sem hafi þá verið studd af öllum flokkum. Deiliskipulagið sem deilt sé um sé þegar samþykkt. Ekki sé hægt að fella deiliskipulag í íbúakosningu, aðeins sé hægt að fara fram á endurskoðun. Það hafi lengi verið stefnan, þvert á flokka í borgarstjórn, að vernda Elliðaárdalinn, en það sem sé hins vegar nýtt að sögn Dags er „að gera deilumál úr því að Stekkjarbakki falli ekki undir skipulag Elliðaárdals.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels