Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

20% háskólanema hafa neytt lyfja sem þeim var ekki ávísað

Um 20% háskólanema á Íslandi hafa neytt lyfja sem þeim er ekki sjálfum ávísað í von um að bæta námsárangur eða til að draga úr álagseinkennum. Þá bendir ný rannsókn til þess að færri háskólanemar við Háskólann í Reykjavík glími við einkenni þunglyndis og kvíða en fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós. Þó sé full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðunni.

Pálmatré og 30 metra hár ljósastaur rísa í Vogabyggð

Listaverkið Pálmatré eftir þýska listamanninn Karinu Sanders, varð hlutskarpast í einni viðamestu samkeppni um útilistaverk sem efnt hefur verið til í Reykjavík. Verkið mun rísa í nýju hverfi Vogabyggðar en í umsögn dómnefndar segir að tillagan sé í senn "óvænt, skemmtileg og djörf.“

Frumvarp um breytingar á lögum um birtingu dóma ekki á þingmálaskrá

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á lögum um birtingu dóma, nafnbirtingar og myndatökur í dómhúsum er ekki á þingmálaskrá dómsmálaráðherra á vorþingi sem hefst á morgun. Frumvarpið var á málaskrá Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra í haust og var þá mikið til umræðu.

Lentu í snjóflóði en sluppu með skrekkinn

Björgunarsveitir á Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út á öðrum tímanum í dag eftir að tilkynnt var um að snjóflóð hefði fallið í Tindfjöllum. Nýliðahópur frá björgunarsveitinni Ársæli var á ferð í fjallinu þegar snjóflóðið féll en útkall björgunarsveita var afturkallað þegar ljóst var að allir væru heilir á húfi. Tveir úr hópnum lentu í flóðinu en betur fór en á horfðist.

Víða vetrarfærð á landinu

Afar skörp kuldaskil nálguðust landið nú í morgun og mun kalda loftið þvinga sér yfir landið til austurs í dag

Vilja vísa braggamáli til héraðssaksóknara

Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í næstu viku um að braggamálinu verði vísað til héraðssaksóknara.

Sjá meira