Um 10% fleiri sjúklingar á bráðamóttöku eftir lokun bráðahluta hjartagáttar Álag á bráðamóttöku Landspítalans hefur aukist um tíu prósent að jafnaði síðan að bráðahluta hjartagáttar var lokað. Nær ómögulegt er að draga ákvörðunina til baka að sögn yfirlæknis á hjartagátt. Heilbrigðisráðherra segist treysta faglegu mati spítalans. Bráðahluti hjartagáttar Landspítalans við Hringbraut var færður yfir á bráðamóttökuna í Fossvogi fyrsta desember síðastliðinn. 9.1.2019 19:45
Næsti fundur hjá ríkissáttasemjara eftir viku Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funduðu með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í morgun. Tímaramminn er orðinn naumur að sögn formanns Verkalýðsfélags Akraness sem segist vona það besta en búa sig undir það versta. Boðað hefur verið til næsta fundar hjá ríkissáttasemjara á miðvikudaginn í næstu viku. 9.1.2019 14:03
Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar. 8.1.2019 19:30
Einhliða umræða um umhverfismál ekki af hinu góða segir orkumálastjóri Einhliða umræða um umhverfismál er aldrei af hinu góða að mati orkumálastjóra en hann hefur sætt gagnrýni fyrir ummæli sín um málflutning aðgerðasinna í umhverfismálum. Sjálfur kveðst hann vera umhverfissinni og hann standi við orð sín. 8.1.2019 13:01
Flókin og umfangsmikil aðgerð Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar um það hvernig greiðslur Tryggingastofnunar til um þúsund öryrkja verða leiðréttar. Velferðarráðuneytið hefur staðfest að fjöldi öryrkja, sem búið hefur í öðru EES-landi, hafi ranglega fengið skertar bætur um árabil. 7.1.2019 17:34
„Við verðum að setja einhverjar takmarkanir“ Mun minni svifryksmengun vegna flugelda mældist á nýársnótt í ár en í fyrra. Sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun telur þó að setja þurfi einhverjar takmarkanir á notkun flugelda til að draga úr mengun. 1.1.2019 18:45
Katrín: „Við verðum ekki öll friðarverðlaunahafar Nóbels“ Allir geta lagt sitt af mörkum til að gera samfélagið aðeins betra og heiminn aðeins fallegri að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. 1.1.2019 12:15
Ríkisráð kom saman á Bessastöðum Staðan á vinnumarkaði verður eitt stærsta verkefni ríkisstjórnarinnar á nýju ári að sögn ráðherra. Tillögur að breytingum í þágu umferðaröryggis verða kynntar fljótlega á nýju ári. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. 31.12.2018 12:31
Kostnaður vegna snjómoksturs vanáætlaður undanfarin ár Kostnaður vegna snjómoksturs og vetrarþjónustu hefur verið vanáætlaður í Reykjavíkurborg undanfarin ár. Síðan 2014 hefur kostnaður að meðaltali farið ríflega 280 milljónum fram úr því sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Borgarstjóri segir að finna þurfi rétta milliveginn. 26.12.2018 20:00
„Ákvörðun sjálfstæðs fullvalda ríkis“ Stjórnvöld í Japan ætla að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næsta sumar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir ákvörðun Japana ekki setja neitt fordæmi fyrir Ísland. Ákvörðunin hefur verið fordæmd úr ýmsum áttum. 26.12.2018 19:30