Vísar því á bug að vera „eyland í eigin flokki“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:51 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. vísir/vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar beindu margir hverjir fyrirspurn sinni til dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem útlendingamál voru ofarlega á baugi. Ráðherra kynnti í gær breytingar sem fela í sér að brottvísun barnafjölskyldna sem hafa verið með mál til meðferðar í hæliskerfinu lengur en í sextán mánuði verði frestað. Þar af leiðandi var pakistanska drengnum Muhammed og foreldrum hans ekki vísað úr landi í gær líkt og til stóð.Sjá einnig:Enn óljóst hversu margar fjölskyldur falla undir breytingar dómsmálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði á því að hrósa ráðherra fyrir að bregðast við. Skrefið sem tekið var í gær hafi verið mikilvægt. Þó þurfi að gera enn betur að mati Þorgerðar og benti hún á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lengi vel farið með stjórn í dómsmálaráðuneytinu sem útlendingamálin heyra undir. Þá kvaðst hún óttast það að Áslaug Arna væri „eyland að vissu leyti í sínum flokki hvað þessi mál varðar,“ líkt og Þorgerður orðaði það. „Ég vil láta hana vita að hún á stuðning Viðreisnar í því að breyta lögunum í þá veru að þau verði einmitt mennskari og mannúðlegri,“ sagði Þorgerður. Áslaug Arna vísaði þeim vangaveltum Þorgerðar alfarið á bug. „Ég hef aldrei heyrt aðra eins vitleysu af því að það var hæstvirtur dómsmálaráðherra, þá innanríkisráðherra Hanna Birna, sem leiddi þá vinnu að skipa hér þverpólitískri þingmannanefnd sem hæstvirtur fyrrverandi ráðherra, Ólöf Nordal, tók við og kláraði þessi lög sem við vinnum eftir í dag,“ sagði Áslaug. „Það var mikilvæg skref í málefnum útlendinga og ég sé ekki betur en að það hafi verið skýr stefna Sjálfstæðisflokksins og þeirra ráðherra að koma þessum málum þannig að þau séu rædd af yfirvegun og af þeim móð að ná öllum saman í þessum viðkvæma málaflokki,“ sagði Áslaug enn fremur. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sótti einnig hart að dómsmálaráðherra og spurði meðal annars Áslaug Arna hygðist falla frá frumvarpi sem boðað var í tíð forvera hennar í embætti, Sigríðar Á. Andersen. „Fyrirrennari ráðherra lagði fram frumvarp sem skerðir frekar réttindi og kjör þeirra sem hingað leita eftir alþjóðlegri vernd. Ég spyr því ráðherra: Mun hún setja það frumvarp til hliðar og veita þingmannanefndinni umboð til að bæta stöðuna eða á þingmannanefndin kannski að taka viðmið af því frumvarpi sem gerir endurupptöku mála erfiðari?“ spurði Logi. Hann ítrekaði spurningu sína í síðari ræðu þar sem honum þótti Áslaug Arna koma sér undan því að svara. „Það frumvarp sem háttvirtur þingmaður vísar til var til umfjöllunar í þverpólitísku þingmannanefndinni fyrr í haust til þess að fá umræðu um það og ábendingar ef einhverjar væru. Það frumvarp lýtur að miklu leyti til að hraða málsmeðferð, sér í lagi í verndarmálum,“ svaraði Áslaug meðal annars í síðara svari. „Það eru þessi verndarmál, þar sem aðili hefur fengið vernd annars staðar. Við erum ekki að senda til dæmis fólk, eins og háttvirtur þingmaður nefndi, til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglunnar því hætt er við 2010,“ sagði Áslaug. Sagði hún kerfið það vel upp byggt að hægt væri að leggja einstaklingsbundið mat á hvert og eitt mál. „Það gerist ekki sjálfkrafa og það hefur oft gerst í tilviki þess sem fólk hefur hlotið vernd annars staðar, að það hljóti samt efnismeðferð á Íslandi af því að það fari fram einstaklingsbundið mat og þannig viljum við að kerfið okkar virki,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira