Fréttamaður

Elín Margrét Böðvarsdóttir

Elín Margrét er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Húsið við Stigahlíð tómt í lok vikunnar

Húsið við Stigahlíð, sem Reykjavíkurborg notar sem tímabundið búsetuúrræði fyrir hælisleitendur, verður orðið tómt við lok þessarar viku. Síðan í desember hefur lögregla þrettán sinnum, þar af nokkrum sinnum með aðstoð sérsveitar, þurft að hafa afskipti af íbúum hússins.

Hótel Adam í kastljósi fjölmiðla síðan 2016

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn.

Hátíðarþingfundur á Þingvöllum í hnotskurn

Ræðumenn á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum í dag voru allir sammála um að fullveldissamningurinn við Dani árið 1918 hafi verið merkast áfanginn í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Heldur færri gerðu sér ferð til Þingvalla til að fylgjast með fundinum en búist var við og settu mótmælendur sinn svip á hátíðarhöldin.

Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum

Samgönguráðherra útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar.

Enn hrynur úr fjallinu í Hítardal

Veiði í Hítará hefur gengið betur í ár en í fyrra, þrátt fyrir náttúruhamfarirnar í Hítardal þann 7. júlí. Enn falla skriður úr Fagraskógarfjalli en Hítará hefur nú fundið sér nýjan farveg framhjá stíflunni sem myndaðist í berghlaupinu.

Samkeppnislöggjöfin úrelt að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráð

Mikil samþjöppun blasir við á dagvöru- og eldsneytismarkaði nái fyrirhugaðir samrunar sem tilkynnt hefur verið um nýverið fram að ganga. Þessi þróun kemur ekki á óvart að sögn framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs sem segir gildandi samkeppnislöggjöf vera úrelta.

Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum

Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“

Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala

Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni.

Sjá meira